Birtingur - 01.01.1961, Side 45

Birtingur - 01.01.1961, Side 45
fyrst þér minntuzt á að afklæðast ... . vitið þér hver þér eruð? öfurstinn: Kunnið þér ekki að skammast yðar? Karlinn: Takið af yður hárkolluna og lítið í spegil, en takið út úr yður tennurnar fyrst og rakið af yður yfirvararskeggið, látið Bengt reima af yður lífstykkið, og þá skulum við sjá, hvort þjónn- inn XYZ fer ekki að kannast við sjálfan sig — þjónninn sem var sísnuðrandi í eldhúsi nokkru fyrir eina tíð ... Ofurstinn ætlar að grípa bjöllu á borðinu. Karlinn tekur fram fyrir hendurnar á honum: Snertið ekki bjölluna og kallið ekki á Bengt, því þá læt ég taka hann fastan .. . Nú eru gestirnir að koma — reynið að vera rólegur, svo höldum við áfram að leika gömlu hlutverkin okkar! Ofurstinn: Hver eruð þér? Mér finnst ég kannast við augnaráðið og málróminn . .. K a r 1 i n n : Ekkert grufl! Þegið og hlýðið! Stúdentinn inn, hneigir sig fyrir Ofurstanum: Herra ofursti! Ofurstinn: Ég býð yður velkominn á heimili mitt, ungi maður! Frækilegt björgunarafrek yðar hefur varpað ljóma á nafn yðar í hvers manns éiugum, og ég tel mér mikinn heiður að fá að taka á móti yður á heimili mínu . . . Stúdentinn: Herra ofursti, ég er af lágum stigum . . . þér tiginborinn . . . Ofurstinn: Má ég kynna: Arkenholz stúdent, Hummel forstjóri . . . Mundi herra Arkenholz vilja ganga inn og heilsa konunum, meðan ég segi fáein orð við forstjórann . . . Stúdentinum er vísað inn í hýasintuherbergið, þar sem hann sést standa uppburðarlaus og ræða við Ungfrúna. Ofurstinn: Frábært ungmenni: músíkalskur, sóngelskur, yrkir Ijóð . . . Væri hann aðalsborinn og jafnræði með honum og . . . K a r 1 i n n : Og? Ofurstinn: Dóttur minni . .. IC a r 1 i n n : Dóttur y ð a r ! — Meðal annarra orða: hvers vegna situr hún alltaf þarna inni? Ofurstinn : Hún getur ekki annars staðar ver- ið en í hýasintuherberginu, þegar hún er ekki úti! Hún er þannig gerð . . . Þarna kemur ungfrú Beate von Holsteinkrona . . . heillandi kvenmaður . . . kynborin kona og hæfilega efnuð til að geta lifað e:ns og konu af hennar stigum sæmir .. . I< a r 1 i n n við sjálfan sig: Unnusta mín! Unnustan hvíthærð, virðist ekki vera með fullu viti. Ofurstinn: Ungfrú Holsteinkrona, Hummel forstjóri . . . Unnustan hneigir sig og sezt. Hefðarmaðurinn inn, leyndardómsfullur, sorgarklæddur, sezt. Ofurstinn: Skanskorg barón . .. K a r 1 i n n afsíðis, án þess að standa upp: Ég held þetta sé gimsteinaþjófurinn . . . Við Ofurstann: Hleypið inn múmíunni, svo að engan vanti í söfn- uðinn .. . Ofurstinn í dyrunum að hýasintuherberginu: Pollý! M ú m í a n inn: Kúrrrr-ri! Ofurstinn: Á ég að kalla á unga fólkið líka? K a r 1 i n n : Nei! Ekki unga fólkið! Við verðum að ilífa æskunni ... Allir sitja í hring þöglir. Ofurstinn: Má ég láta bera inn teið? K a r 1 i n n : Er nokkur ástæða til þess! Engu okk_ ar þykir gott te, og nú er bezt að hætta allri uppgerð. Þ ö g n . Ofurstinn: Eigum við þá að tala saman? K a r 1 i n n hægt og með þögnum á milli: Tala um veðrið, sem við þekkjum — spyrja um hvernig okkur líði, þótt við vitum það; ég kýs heldur þögnina, þá heyrir maður hugsanir og sér hið liðna; jjógnin getur engu leynt .. . en það geta orðin; ég ks um daginn að tungumálin hefðu verið fundin upp af villimönnum til að dylja leyndarmál ætt- stofnsins fyrir mönnum af öðrum ættum; þjóð- tungurnar eru semsé dulmál, og sá sem fyndi lyk- Birtingur 43

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.