Birtingur - 01.01.1961, Qupperneq 68

Birtingur - 01.01.1961, Qupperneq 68
Semi, sköpun og gagnrýni, frumleiki og skólun, leitin að himneskri sælu annars vegar og starf í þá átt að skapa hina jarðnesku paradís hins vegar — hefur saga Spánverja sýnt glöggt hver úrslitin hljóta að verða. Spánskur andi á þessari öld er enn mót- aður af þessum átökum. Alltaf var stefnt að því að sameina þessa krafta, harm- leikur spánskrar menningar stafar af því að þeir hafa ekki getað sameinast og starfað saman. Mér flýgur í hug nauta- atið, þó að ég hefði ásett mér að fara ekki út í þá sálma, en maðurinn og naut- ið ... er það ekki einmitt sama sagan ? Ef svo er hafa þeir Picasso og Heming- way skynjað það rétt sem Beaumarchais, Bourgoing, Victor Hugo, Merimée, Gau- tier, Washington Irving og margir aðr- ir, sem hafa skrifað um Spán, skildu aldrei til hlítar. Þetta er sviðið, úr þessum þráðum var ofinn hinn margslungni vefur Ijóðagerð- arinnar á 20. öld, en ekkert tímabil síðan á gullöld okkar hefur verið auðugra, þegar á gæði, kraft og fjölda skáldanna er litið, og það er engin ofrausn að tala um gullöldina nýju. Modernisminn (E1 Modernismo) (1895—1925) Samtímis þessum tveimur meginstraum- um, sem reyna að ná saman í einn spánsk- an farveg, eru tveir aðrir straumar: ann- ar sem er undirstraumur á upptök sín í þjóðsögum, -kvæðum og -dönsum (en við munum víkja að honum í sambandi við Lorca), og loks hin erlendu áhrif, sem leika um yfirborðið. Spánn opnaði sínar andlegu dyr upp á gátt, hreinsaði sig af leifum hinnar úr- kynjuðu rómantíkur og hleypti nýju lofti inn. Og eins og vindurinn blés frá Italíu eftir 1500 þegar Boscán og Garcilaso ortu fyrstu kvæði gullaldarinnar fyrri, eins streymdu nú áhrifin að utan, að þessu sinni frá Frakklandi, og fyrir milligöngu Rubén Darío, skáldsins frá Nicaragua, sem fékk nafnbótina faðir modernismans og var fyrsta stórskáld nútímans á spánskri tungu. Modernisminn var engin sérstök stefna í ljóðagerð, heldur var hann eins konar andrúmsloft, lífsskoðun eða viðhorf, og því féll hann vel í þennan jarðveg sem fyrir hendi var á Spáni, í jarðveg „ósig- ursins“. Hann færði Ijóðagerðinni nýja hrynjandi, ný form, nýjan anda, nýja bragarhætti; hann teygði ljóðlínurnar, fyllti þær krafti og hljómi, braut fjötra rímsins, og var hið nýja blóð í æðunum, hið nýja vín. En hann var ekki frum- legur, og hann byggði ekkert nýtt; aðal- kostir hans voru að vega á móti bölsýni, sem fylgdi ósigrinum, að lyfta huganum og glæða hugsunina, um leið og hann hreinsaði til, og hann veitti einnig ein- staklingum ný og betri skilyrði til að njóta sín. Reyndar voru aðeins til modern- istar, enginn modernismi, engar reglur, engin samræmd stefna, heldur bylting á öllum sviðum, í listum og stjórnmálum, trúmálum og vísindum. Hinn nýi andi birtist í spönsku ljóða- gerðinni í búningi symbólismans og par- nassstefnunnar frönsku. Og hann fædd- 66 Birtingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.