Birtingur - 01.01.1961, Síða 69

Birtingur - 01.01.1961, Síða 69
ist ekki með Rubén Darío. í Ameríku (: Hispanoamérica) voru aðrir modern- istar á undan honum, og mesta róman- tíska skáld Ameríku, José Asunción Silva, hefur verið kallaður af sumum fyrsti modernistinn. Og meðal Spánverja er Salvador Rueda fyrirrennari Ruben. Sigurför modernismans hefst á Spáni með útgáfu ljóðabókarinnar „Prosas Profanas“ (Leikmannsþankar) eftir Rubén, 1896. En modernisminn varð skammlífur. Hann var aðeins ný rómantík, eða haustróman- tík. En er sólarlagið ekki oft fegurra en morgunroðinn? Birta hans og kraftur, ofsinn og öfgarnar, urðu honum að ald- urtila. Menn urðu þreyttir á hamförun- um og öfgunum, og tvær aðrar skáld- skaparhreyfingar taka við af honum. Þó eru þær ekki andspyrnuhreyfingar, held- ur er fremur reynt að virkja hann, halda í honum lífi um sinn. Þessar hreyfingar eru Postmodernismo (1905—1914) og Ultramodernismo (1914—1920). Þrjú stórskáld hófu feril sinn sem post- modernistar: Unamuno, Antonio Machado og Juan Ramón Jiménez, en þeir fóru síðan sínar eigin leiðir. Um þá verður sérstaklega fjallað á eftir. Meðal annarra sem reyndu að fresta endalokum modern- ismans má nefna Pérez de Ayala, Díez- Canedo og Marquina. RUBEN DARIO (1867—1916) fædd- ist í Metapa (Nicaragua). Fyrstu ljóð hans birtust 1880 í tímai'itunum ,,E1 Ensayo“ (Tilraunin) og ,,E1 Termómetro“ (Hitamælirinn). Hann starfaði við bóka- safnið í Managua, var síðan forsetaritari í E1 Equador, fluttist seinna til Chile og skrifaði þar fyrir blöðin „E1 Mercurio“ (Merkúr) og „La Época“ (Tíminn), og vann við tollgæzlu um skeið. Árið 1881 komu út „Epístolas y Poemas“ (Bréf og kvæði), 1887 „Abrojos" (Þyrnar), 1888 „Rimas', (Ljóðmæli) og „Azul“ (Blámi). Þrjár fyrstu þessara bóka voru ómerki- legar, en með „Azul“ losaði hann sig undan áhrifum spánskra rithöfunda og tók að halla sér að Parnassstefnunni frönsku, sem var með öllu óþekkt á Spáni. Árið 1889 starfaði hann sem blaða- maður við „La Nación“ (Þjóðin) í Buenos Aires og síðar kvæntist hann í E1 Salva- dor. Árið 1892 fór hann til Spánar sem fulltrúi Nicaragua við fjögurra alda minn- ingarhátíð Kolumbusar; fór síðan til Parísar, þar sem hann hitti, meðal ann- arra, Verlaine, þaðan til New York og að lokum til Buenos Aires sem aðalræðismað- ur Columbíu. Hann gaf út tvær nýjar ljóðabækur árið 1896: „Los Raros“ (Hinir skrítnu) og „Prosas Profanas" (Leik- mannsþankar); sú síðarnefnda varð horn- steinn modernismans. Hann gaf sig áfeng- inu á vald, stofnaði tímaritið „Revista de América“, gerðist dulspekingur, fór aft- ur til Spánar árið 1898 sem fréttaritari og hitti í gamla landinu eftirlætisrithöf- unda sína. En nú voru aðrir tímar, nú áttu aðrar raddir en fyrr mestan hljóm- grunn í sál hans: ... „Shakespeare, Dante, Hugo, og fyrst og fremst Ver- laine“. Árið 1901 er hann aftur í París, drekkur sleitulaust, er ávallt á ferð: ítalía, Austurríki, Belgía, Þýzkaland, England ... 1905 kemur út í Madrid „Cantos de Vida y Esperanza" (Söngvar Birtingur G7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.