Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 69
ist ekki með Rubén Darío. í Ameríku
(: Hispanoamérica) voru aðrir modern-
istar á undan honum, og mesta róman-
tíska skáld Ameríku, José Asunción Silva,
hefur verið kallaður af sumum fyrsti
modernistinn. Og meðal Spánverja er
Salvador Rueda fyrirrennari Ruben.
Sigurför modernismans hefst á Spáni með
útgáfu ljóðabókarinnar „Prosas Profanas“
(Leikmannsþankar) eftir Rubén, 1896.
En modernisminn varð skammlífur. Hann
var aðeins ný rómantík, eða haustróman-
tík. En er sólarlagið ekki oft fegurra en
morgunroðinn? Birta hans og kraftur,
ofsinn og öfgarnar, urðu honum að ald-
urtila. Menn urðu þreyttir á hamförun-
um og öfgunum, og tvær aðrar skáld-
skaparhreyfingar taka við af honum. Þó
eru þær ekki andspyrnuhreyfingar, held-
ur er fremur reynt að virkja hann, halda
í honum lífi um sinn. Þessar hreyfingar
eru Postmodernismo (1905—1914) og
Ultramodernismo (1914—1920).
Þrjú stórskáld hófu feril sinn sem post-
modernistar: Unamuno, Antonio Machado
og Juan Ramón Jiménez, en þeir fóru
síðan sínar eigin leiðir. Um þá verður
sérstaklega fjallað á eftir. Meðal annarra
sem reyndu að fresta endalokum modern-
ismans má nefna Pérez de Ayala, Díez-
Canedo og Marquina.
RUBEN DARIO (1867—1916) fædd-
ist í Metapa (Nicaragua). Fyrstu ljóð
hans birtust 1880 í tímai'itunum ,,E1
Ensayo“ (Tilraunin) og ,,E1 Termómetro“
(Hitamælirinn). Hann starfaði við bóka-
safnið í Managua, var síðan forsetaritari
í E1 Equador, fluttist seinna til Chile
og skrifaði þar fyrir blöðin „E1 Mercurio“
(Merkúr) og „La Época“ (Tíminn), og
vann við tollgæzlu um skeið. Árið 1881
komu út „Epístolas y Poemas“ (Bréf og
kvæði), 1887 „Abrojos" (Þyrnar), 1888
„Rimas', (Ljóðmæli) og „Azul“ (Blámi).
Þrjár fyrstu þessara bóka voru ómerki-
legar, en með „Azul“ losaði hann sig
undan áhrifum spánskra rithöfunda og
tók að halla sér að Parnassstefnunni
frönsku, sem var með öllu óþekkt á
Spáni. Árið 1889 starfaði hann sem blaða-
maður við „La Nación“ (Þjóðin) í Buenos
Aires og síðar kvæntist hann í E1 Salva-
dor. Árið 1892 fór hann til Spánar sem
fulltrúi Nicaragua við fjögurra alda minn-
ingarhátíð Kolumbusar; fór síðan til
Parísar, þar sem hann hitti, meðal ann-
arra, Verlaine, þaðan til New York og að
lokum til Buenos Aires sem aðalræðismað-
ur Columbíu. Hann gaf út tvær nýjar
ljóðabækur árið 1896: „Los Raros“ (Hinir
skrítnu) og „Prosas Profanas" (Leik-
mannsþankar); sú síðarnefnda varð horn-
steinn modernismans. Hann gaf sig áfeng-
inu á vald, stofnaði tímaritið „Revista de
América“, gerðist dulspekingur, fór aft-
ur til Spánar árið 1898 sem fréttaritari
og hitti í gamla landinu eftirlætisrithöf-
unda sína. En nú voru aðrir tímar, nú
áttu aðrar raddir en fyrr mestan hljóm-
grunn í sál hans: ... „Shakespeare,
Dante, Hugo, og fyrst og fremst Ver-
laine“. Árið 1901 er hann aftur í París,
drekkur sleitulaust, er ávallt á ferð:
ítalía, Austurríki, Belgía, Þýzkaland,
England ... 1905 kemur út í Madrid
„Cantos de Vida y Esperanza" (Söngvar
Birtingur G7