Birtingur - 01.01.1961, Side 80

Birtingur - 01.01.1961, Side 80
að sjálfsögðu meiri vöruframleiðslu í för með sér. Nú er því svo farið í Sovétríkj- unum, að Flokkurinn ræður öllu, einnig ríkisvaldinu. Einn af mikilvægustu þáttum í starfsemi flokksins, er að kenna mönn- um hugmyndafræði, ídeológíu sína. Listir snerta allmjög hugmyndafræðileg efni. Þessvegna er þeim sett það verkefni að kenna mönnum kommúnistíska hugmynda- fræði. Af þessu leiðir tvö eðlislæg ein- kenni á öllum listum í Sovétríkjunum: 1. Þær eru dídaktískar: eiga að kenna mönn- um réttan hugsunarhátt (þ. e. hugsunar- hátt Flokksins), ala menn upp í anda kommúnismans og fá menn til að þjóna honum, 2. Þær eru tæki í höndum Flokks- ins og ríkisvaldsins til þess að reka áróð- ur. öll list í Sovétríkjunum er áróðurs- list. Það er því ekki að undra, að það er eitt af verkefnum forsætisráðherrans í ríkinu, eða annars þar til kjörins ríkisforingja, að segja listamönnum, hvernig þeir eigi að starfa. Á fyrstu árunum eftir stríðið var það Zdanoff hershöfðingi, sem hafði þetta verkefni með höndum, og gætir enn áhrifa af ofstæki hans og þröngsýni, þótt Krússof-stjórnin hafi numið úr gildi nokkrar af tilskipunum hans um listir. Núna er það Krússof forsætisráðherra, sem hefur tekið að sér að gefa listamönn- um línuna. Hann hefur oft tekið til máls um afstöðu flokksins til lista og bók- mennta, enda þótt hann hafi að vísu ekk- ert vit á listum og lýsi því yfir í hverri ræðu, að hann hafi engan tíma til að lesa skáldverk, noti þau reyndar aðallega sem svefnmeðal. I prédikun til rithöfunda, skömmu eftir að hann tók við forsætisráð-

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.