Birtingur - 01.06.1966, Qupperneq 3

Birtingur - 01.06.1966, Qupperneq 3
JÓN ÓSKAR: ATHUGASEMDIR VIÐ UNDARLEGA RITSMÍÐ Oft hef ég undrazt það að sjá í íslenzkum blöðum Og' tímaritum greinar um bókmennt- ir, þar sem burðarásarnir eru vaðall, illgirni og hleypidómar. Einkum á þetta við um árás- argxeinar sem tíðkað hefur verið í mörg ár að skrifa um ákveðinn hóp ljóðskálda, þ. e. svonefnd atómskáld. Margar þessara ritsmíða hafa verið á þá lund að skáldin hafa ekki álitið þær svaraverðar, enda höfundar þeirra sýni- lega illa að sér í bókmenntum og unnt að af- saka óhróðursskrif þeirra með orðunum' því eru fífl, að fátt er kennt. Annað mál er það þegar lærðir menn taka að skrifa um íslenzkar bókmenntir á þann hátt sem þeir hafi gengið í skóla hjá þessum fávísu þrösurum og níð- höggum ljóðsins, en það er einsog allt geti gerzt á þessu forna útskeri sem maður hélt að væri komið í allgóð tengsl við umheiminn, þannig að menn þyrftu ekki að vera einsog afdalafólk 1 menningarháttum eða hefðu að minnsta kosti hugmynd um að eitthvað væri hinumegin við fjallið. Nú veit ég ekki hvort það er skáldum til hróss að láta úthúða sér árum saman, án þess að berja frá sér, en þegar svo djúpt er tekið í árinni sem Kristinn E. Andrésson gerir, lærður maðurinn, í grein sinni „Bókmenntaárið 1965“ (Tímarit Máls og menningar 1. h. 1966), þá færist skörin upp í bekkinn og grjóthríðin kemur úr þeriri átt sem sízt var slíkrar sendingar að vænta. Get ég ekki stillt mig um að bera hönd fyrir höfuð mér og félögum mínum, fyrst engir aðrir verða til þess, því mín kynslóð er það sem Kristinn sker niður við trog, hann beinir geiri sínum að okkur, sem höfum hlotið uppnefnið atómJ skáld. Pað er ekki lítið sem menn færast í fang, þeg- ar þeir ráðast á heila skáldakynslóð og dæma liana út í yztu myrkur, og menn leggja varla í slíkt án þess að hafa eitthvert tilefni, eitthvert yfirskin. Tilefni Kristins nefnist „hinar nýju ádeilubókmenntir“ eða „hinir nýju ádeiluhöf- undar". Nokkrir höfundar eru settir á svið, fjallað um þá í löngu máli, reynt að gera þá að stórmennum bókmennta, hver höfundur fær jafnvel sinn kafla í greininni, því þetta er löng grein, en til hliðar eru atómskáldin í móðu, varazt er að nefna nöfn þeirra, þau eru einunigs vegin og léttvæg fundin í saman- burði við hina stórkostlegu ádeiluhöfunda. „Form skáldskapar hefur mjög verið til um- ræðu undanfarna áratugi“ segir hinn vísi greinarhöfundur. Og síðan fer hann að fjalla um formið. Hann telur það eðlilegt að Hall- dór Kiljan, Þórbergur og Steinn skyldu velja sér nýtt form. Það leiddi „af breyttu þjóðfé- lagslegu inntaki“. En um atómskáldin gegnir allt öðru máli. Þeirra form getur vitaskuld ekki leitt af „breyttu þjóðfélagslegu inntaki". Um þau segir hinn vísi maður: „Seinna leiddi birtingur 1

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.