Birtingur - 01.06.1966, Qupperneq 10

Birtingur - 01.06.1966, Qupperneq 10
Gaulverjabær um miöja 18. öld, tciknað eftir úttektarlýsingu > Stakkaskiptum eftir þann tlma. Þá er ekki nema í eitt hús að venda, ef sannreyna á fullyrðingu Arngríms lærða: fornar úttektir. Svo vel vill til, að einmitt um sama íeytí og Arngrímur skrifar Islandslýsingu sína í lok 16. aldar gerast úttektir fjölbreyttari og nákvæmari en áður. „Virðist mér Vatnsfjörður / vera svo sem sagður er / heiðarlega húsaður," 2 kvað Jón biskup Arason. 1593 er skálinn í Vatnsfirði 9 stafgólf. Sé staf- gólfslengd 1 metri og 80 sentimetrar, en svo reiknast mér stafgólf á Stöng, Keldum á Rangárvöllum og Hólum í Eyjafirði, þá ætti skálinn í Vatns- firði að vera rúmir 16 metrar á lengd. Ef marka má orð Jóns bónda Eyjólfs- 3 sonar, sem koin í Vatnsfjörð 1709, er hann segir, að 6 álnir hafi verið milli rúmstokka í skálanum þar og rekkjubreidd er áætluð sem næst 2 álnum, þá ætti skálinn í Vatnsfirði að hafa verið 10 álnir á breidd. Auk þess segir Jón, að skálinn hafi í tvígang styttur verið og stórastofa sé jafn 4 stór og skálinn. Annað dæmi og áreiðanlegra: Til er skjal á Landsbóka- safninu, sem greinir nákvæmlega mál forns skála á Valþjófsstað í Fljótsdal um 1740. Hann er 30 álnir á lengd, 10 álnir á breidd og 8 álnir og 2 þuml- ungar á hæð. Hér má gera ráð fyrir að reiknað sé með allt að 7 cm stærri álnum. I.engdin er því rúmir 17 metrar, breiddin um 5,70 og hæðin um 5 4,60. 1684 eru að minnsta kosti 27 bæjarhús á Þingeyrum auk ganga. Sem dæmi um stærð húsa þar vil ég aðeins drepa á málin á stóru stofu, sem er um 12 metrar á lengd og 4,60 á breidd, stóra skála, sem er af svipaðri stærð og langa búri, en j^að er tæpir 16 metrar á lcngd og 4,60 á breidd. 6 önnur hús eru eftir ]dví. á Munkaþverá 1721 er skemma og skáli eitt hús 14 stafgólf að lengd eða um 25 metrar. Fleiri dæmi mætti nefna en of langt upp að telja. Ekki virðist því ástæða til að draga í efa ummæli Arngríms, að myndarlega og stórmannlega hefur verið hýst á höfuðbólum landsins á 16. öld. Úttektir sýna einnig, að svo hefur verið allt fram á miðja 18. öld, er halla tekur undan fæti svo um munar í íslenzkri húsagerð. 8 BIRTINGUR

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.