Birtingur - 01.06.1966, Page 12

Birtingur - 01.06.1966, Page 12
Veizlustofa, tciknað eftir littektarlýsingum þær eru ekki gagnsæjar, en bera mjúka birtu. Innra ioftið er ef til vill geymsla og um leið forstofa fremra loftsins, einnig er gengt úr því á lo£t yfir skála og stofu, þegar því er að skipta. Við skulum nú ganga niður af loftinu og taka okkur stöðu í öndinni þannig að við snúum baki í bæjar- dyr og hlað, þá eru á vinstri og hægri hönd þil, sem deila langhúsi því, sem við stöndum í, í þrennt: öndina, stofuna á hægri hönd, skálann á þá vinstri. Við skulum ganga til stofu, veizlustofu, stóru stofu, sem hvorki á skylt við þjóðveldisstofuna, sem var aðalvistarvera heimilisfólksins, en gat verið veizlustofa á stundum, nó hina danskættuðu stássstofu burstabæjarins. Það 7 hús, sem við nú stígum inn í, „blev ikkun brugt til Drikkestue naar der holtes brylluper eller andre hogtidlige Samkvæm" eins og segir í lýsingu á stofunni á Valþjófsstað. Umbúnaður þilsins og dyranna, sem við göngum 10 BIRTINGUR

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.