Birtingur - 01.06.1966, Qupperneq 26

Birtingur - 01.06.1966, Qupperneq 26
JÓN ÚR VÖR: BIÐIN Þegar ég he£ lokiS störfum hvern dag held ég áfram að bíða. Ég stend á verði við hús mitt og alltaf á ég von á þessuin þráða sendiboða með þetta eina orð að sál mín öðlist frið. Ég horfi á snjóinn falla við dyr mínar um vetur og grasið grænka á sumur og tréð vaxa. Ég finn goluna leika um hár mitt úr annarri átt í dag en í gær og tíðina breytast. Ég varpa fram spaugi við póstinn, eins og mér komi það ekki á Óvart, að einnig þessi dagur sé kominn að kveldi. Enginn má sjá hvernig vonbrigðin leggja hrím sitt á axlir mínar hverja stund, en spegillinn í ganginum telur hrukkur mínar og hárin mín gráu. Hendur mínar sem greinar trésins um vetur.

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.