Birtingur - 01.06.1966, Side 42
eða heyrir eru ekki jafnmikilvæg og þær sögu-
aðstæður sem stóðu að baki þeim.
Um tíu ára skeið vann ég í umhverfi, þar sem
fortíðin og framtíðin voru engu látin skipta.
Við unnum og vissum ekki, hverju það heyrði
til sem við gerðum eða hvort það heyrði
nokkru sérstöku til. Það sem við gerðum var
ekki í andófi við fortíðina. Uppreisn gegn sög-
unni er hið sama og hlutdeild í henni. Við
höfðum bara alls ekki áhuga á rás sögunnar.
Við fengumst við hljóðið sjálft. Og hljóðið
veit ekkert um sögu sína.
Byltingin sem við vorum að gera var hvorki
þá né nú metin að verðleikum. En öll banda-
ríska byltingin var ekki metin að verðleikum
heidur. Ekki fyililega. Hún hefur aldrei verið
talin jafnmikilvæg og franska byltingin eða
sú rússneska. Hvers vegna ætti svo að vera?
Ekkert blóðbað átti sér stað, engin ógnar-
stjórn. Við höldum ekki hátíðlegt neitt of-
beldisverk — við höfum engan Bastilludag.
Við sögðum aðeins: „Gefið mér frlesi eða
dauða.“ Verk okkar höfðu ekki það áhrifavald,
mér liggur við að segja þá ógn sem svo mjög
loðir við kenningar Boulez, Schönbergs og nú
Stockhausens.
Þessa stóra sannleiks, þessarar þvingunar er
krafizt af listaverki. Af þeim sökum hefur
hinni raunverulegu hefð 20. aldar í Banda-
ríkjunum, hefð sem þróazt hefur frá raun-
hyggju Ives, Vereses og Cage, verið hafnað
sem „eyðileggingarstefnu" og það er orðið sem
notað er um fúskara. Þegar þú gerir í tónlist
eitthvað nýtt, eitthvað frumlegt, þá ertu ama-
tör. Þeir sem eftir þér herma eru atvinnu-
mennirnir.
Það eru eftirapendurnir sem ekki hafa áhuga
á því sem listamaðurinn skapar, heldur aðferð-
inni sem hann notaði. Hér gerist það, að
handverkið kemur til sögunnar og verður hin
algjöra afstaða hermikrákunnar, sem slítur
öll tengsl við sköpunarmátt frumkvöðulsins.
Eftirhermarinn er erkióvinur frumleikans.
Honum þykir „frelsi“ listamannsins leiði-
gjarnt, því að í frelsi getur hann ekki tekizt á
hendur „hlutverk" listamannsins. Til er hins
vegar annað hlutverk sem hann getur leikið
og leikur. Einmitt þessi eftirhermari, þessi
„atvinnumaður“ gerir listina að menningu.
Þetta er sá maður sem leggur áherzlu á sögu-
leg áhrif listaverks. Maðurinn sem tekur úr
því og nýtir allt sem notað verður, frá sjón-
armiði heildarhyggju. Maðurinn sem gæðir
það eigindum eins og dyggð, siðgæði og „al-
menningsheill“. Maðurinn sem treður heim-
inum inn í það.
Proust hefur sagt, að það sé mikill misskiln-
ingur að leita fremur að reynslu í hlutveru-
leikanum en í okkur sjálfum. Hann kallar
40
BIRTINGUR