Húsfreyjan - 01.09.1957, Blaðsíða 4

Húsfreyjan - 01.09.1957, Blaðsíða 4
að góð móðir er mótuð erfðum margra kynslóða, og þeirra eðlishvata, sem liggja í blóði og taugum . allra heilbrigðra kvenna. Og hún er ennfremur mótuð af mismunandi uppeldi og umhverfi og hefur hvorttveggja geysilega mikla þýðingu fyrir öll móðurstörf hennar og hlutverk. En það yrði of langt mál að gera því skil í stuttri prédikun, enda tilheyrir það örlögum hennar sjálfrar fremur en hlutverki hennar. Því að reynslan hefur sýnt, að mest er vert um það, hvernig konan tek- ur móðurhlutverki sínu vitandi vits, og verður þar oft mikið úr litlu eða lítið úr miklu eftir því, hver á heldur. Hin fyrsta dyggð góðrar móður er áreiðanlega umhyggjusemin. Sú um- hyggjusemi, sem hér er átt við, er sprott- in upp úr viðkvæmni og nákvæmni kven- legs sakleysis og hreinleika. Og eru það því frumskilyrði í starfi góðrar móður, að hún hafi varðveitt hjartahreinleika sinn og tilfinningalíf óspillt af ófrýnileika lyginnar og hégómans nautna og svalls. Og umhyggjusemi móðurinnar kemur fram á tvennan hátt. Fyrst í vökulli um- sjá þess, að barnið skorti ekkert, sem því getur orðið til yndis og þroska. Og á því sviði verður mörg unga stúlkan að hefja nám bæði bóklegt, verklegt og í viðtölum við sér reyndara og vitrara fólk. Hún verður umfram allt að hafa það hug- fast, að svo að segja hver hreyfing henn- ar og athöfn gagnvart barninu er nokkurs konar sáning, sem ber ávöxt í heilsu þess eða vanheilsu, hamingju eða óhamingju, þegar það vaknar til vitundar um sjálft sig og umhverfið. Og vita skal hún, að ofurlítil gleymska, vanræksla eða kæru- leysi getur haft örlagaríkar afleiðingar ævilangt. f öðru lagi kemur umhyggjusemin fram í því að bægja frá barninu öllum hættu- Iegum áhrifum og gæta þess fyrir um- hverfinu. Og þar verður móðirin sá verndarengill, sem vakir svo að segja yfir hverri hreyfingu barnsins, og gerir sér sem ljósasta grein með sterku ímyndun- arafli, fyrir öllum hættum, sem orðið geta á vegi þess. Á þessu sviði er vandinn mjög mikill, því að slík gæzla verður að vera takmörkuð af skynsemi og hófsemi, því að ekki er sú móðir skynsöm, þótt hún sé ef til vill góð, sem ber barn sitt yfir alla örðugleika eða lætur engar hættur verða á vegi þess. Þarna þarf að kunna að leiða fremur en draga, styðja fremur en leiða. Góð móðir gætir þess vandlega að umhyggjusemi hennar verði aldrei að sjúklegri eða vellulegri vorkunnsemi eða leti, sem annars vegar leyfir barninu allt og hins vegar þorir ekki annað en svipta það öllu frelsi. Móðurumhyggjan á að vera borin uppi bæði af kærleika og skyn- semi og þannig verður hún að hinni rómuðu og göfugu móðurást, sem aðeins þannig má teljast göfgasta kennd manns- sálar. Önnur megindyggð góðrar móður er trúrækni. Fátt getur í rauninni vakið dýpri og hreinni trúartilfinningu í brjósti en lítið barn. Það sjálft, svipur þess, um- komuleysi þess, og þó um leið tign þess og fegurð, þetta litla líf, sem felur í sér alla möguleika alheimsins, tilkoma þess frá hinu óskynjanlega, ástin, sem skóp það, hin óvissa framtíð, allt eru þetta leyndardómar hver öðrum meiri, sem hljóta að vekja dýpt hugsunar og spurn- ingar á vörum um það djúp og þá hæð, sem trúarsjónin ein fær skyggnzt inn í. Og einmitt þetta allt er af forsjóninni sjálfri veitt til að móta móðurina, orð hennar og framkomu gagnvart barninu. Og þá ætti hún að hafa hugfast að hug- blær hennar, orð hennar og þrá hjartans móta barnssálina, löngu áður en það skil- ur hvað hún segir. Þess vegna er svo mikils vert að móðirin fleygi sér sjálf, ef svo mætti segja, út í djúp óendanleikans og leiti þar að perlum sannleikans, gim- steinum fegurðarinnar og geislum kær- leikans, til þess að barnið eignist þessar gjafir í lófa frá mildum móðurhöndum. Ef hver móðir nútímans gætti þess af markvissri móðurást, yrði ekkert stríð meðal komandi kynslóða. Og það er þessi trúrækni góðrar móður, sem kemur fram 4 HÚSFREYJAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.