Húsfreyjan - 01.09.1957, Blaðsíða 29
kökurnár éru ljósguíar, eru þær losaðar
af plötunni með beittum hníf. Vafðar
strax utan um sleifarskaft, þannig að efri
hliðin snúi út. Stífni kökurnar, áður en
tími vinnst til að vefja þeim upp, má
bregða plötunni augnablik inn í ofninn
aftur.
Súkkulaðið brætt í skál yfir vatnspotti.
Þegar það er bráðið, er því smurt á spæn-
ina. Fallegt er að strá smátt söxuðum
möndlum eða hnetum á kökurnar, áður
en súkkulaðið er fullstorkið.
Spænirnir eru bornir fram fylltir með
þeyttum rjóma. Einnig má fylla þá með
vanillubráð.
KANELHRINGIR
400 gr. smjörlíki 600 gr. sykur
IV2 dl. sykur Kanell og sykur
1 egg
Smjörlíkið mulið saman við hveitið,
sykrinum blandað saman við. Vætt í með
egginu. Deigið hnoðað. Látið bíða um
stund, áður en það er flatt út nokkuð
þykkt. Mótaðir hringir, sem smurðir eru
með eggjablandi og drepið í kanel og syk-
ur. Bakaðir gulbrúnir við meðalhita.
BÓNDAKÖKUR
200 gr. smjörlíki 75 gr. möndlur
200 gr. sykur 400 gr. hveiti
1 msk. síróp 1 tsk. natron
Smjörlíkið er hrært með sykrinum og
sírópinu, þar til það er létt og ljóst.
Möndlurnar, óflysjaðar, eru saxaðar
smátt, látnar saman við. Hveiti og natroni
sáldrað á borð, smjörlíkishræran látin í
miðjuna og deigið hnoðað. Deigið mótað
í lengjur, kælt, skorið í sneiðar með þunn-
um, vel beittum hníf. Bakað við meðal-
hita.
VERKFRÆÐIN GAR
200 gr. hveiti 100 gr. sykur
210 gr. smjörlíki (4 tsk. vanilludropar
100 gr. kartöflumjöl Ve egg
Öllu þurru blandað saman, smjörlíkið
mulið saman við, vætt í með egginu og
vanilludropunum. Deigið hnoðað, flatt
þunnt út, mótað í kringlóttar kökur, sem
penslaðar eru með eggi, síðan drepið í
grófmulinn sykur. Bakaðar ljósgular við
meðalhita.
JÓLASTJÖRNUR
250 gr. smjörlíki Ávaxtamauk
250 gr. hveiti (Flórsykursbráð)
Hveitinu sáldrað á borð, smjörlíkið sax-
að smátt saman við með hníf. Deigið
hnoðað sem minnst, látið bíða um stund.
Deigið flatt út, skorið með kleinujárni
í ferhyrninga, 6 cm. á hlið. Skorið hálfa
leið upp í hvert horn. Annar hver flipi
er beygður inn að miðju, svo myndist
stjarna. Ávaxtamauk sett á miðjuna, kök-
urnar bakaðar við góðan hita. Ef vill má
setja flórsykursbráð á kökurnar, þegar
þær eru orðnar kaldar.
BRÚNAR PIPARHNETUR
375 gr. smjörlíki
250 gr. síróp
250 gr. sykur
1% kg. hveiti
1 tsk. negull
1 tsk. kanell
1 tsk. pottaska
Vt. tsk. engifer
Rifinn börkur af einni
sítrónu
Smjörlíki, sykur og síróp hitað. Kælt.
Kryddið sett saman við. Pottaskan, sem
er leyst upp í ylvolgu vatni, er hrærð sam-
an við og að lokum hveitið. Deigið hnoð-
að vel, bíði til næsta dags. Hnoðað á ný,
mótað í lengjur, sem skornar eru í smá-
bita, sem mótaðir eru í kúlur. Settar á
smurða plötu, bakaðar við góðan hita.
FURSTAKAKA
125 gr. smjörlíki 2 eggjarauður eða 1 egg
125 gr. sykur 100 gr. möndlur
250 gr. hveiti 100 gr. haframjöl
IV2 tsk. lyftiduft 200 gr. flórsykur
2 eggjahvítur
Smjörlíki og sykur hrært hvítt, eggja-
rauðunum hrært saman við. Deigið hnoð-
að. Látið bíða.
Möndlurnar saxaðar smátt, blandað
saman við haframjölið. Eggjahvíturnar
hálfþeyttar með flórsykrinum. öllu bland-
að saman.
% hlutar deigsins eru flattir út í 1 cm.
þykka, kringlótta köku. Tertumót hulið
að innan, einnig upp eftir börmunum.
Möndluþykknið breitt yfir deigið. Það,
HÚSFREYJAN 29