Húsfreyjan - 01.09.1957, Blaðsíða 50
KVENFÉLAGASAMBAND
/1
ID
ISLANDS
12. landsþing Kvenfélagasambands íslands var
haldið í Reykjavík dagana 9.—12. september
1957. Þingið sátu 39 fulltrúar, auk stjórnar sam-
bandsins og nokkurra gesta. Viðstaddar þing-
setningu voru forsetafrú Dóra Þórhallsdóttir og
félagsmálaráðherrafrú Sólveig Ólafsdóttir. Var
þingið sett með guðsþjónustu, er sr. Árelíus
Níelsson flutti. Að guðsþjónustu lokinni flutti
forseti sambandsins, frú Guðrún Pétursdóttir,
ávarp og setti þingið.
Þingið sóttu þessir fulltrúar:
Bandalag kvenna í Reykjavík:
Aðalbjörg Sigurðardóttir
Guðlaug Narfadóttir
Sigríður Eiríksdóttir
Kristín Halldórsdóttir
Kristín Ólafsdóttir
Gunnfríður Rögnvaldsdóttir
Ragnhildur Þorvarðardóttir
Valgerður Gísladóttir
Svafa Þorleifsdóttir
Hallfríður Jónasdóttir
Guðrún Pétursdóttir
Sigurbjörg Guðmundsdóttir
Jóhanna Egilsdóttir
Sigríður Friðriksdóttir
Samband kvenna I Gullbringu- og Kjósarsýslu:
Helga Magnúsdóttir, Blikastöðum
Vilborg Ámundadóttir, Keflavík
Samband borgfirzkra kvenna:
Ásta Sighvatsdóttir, Akranesi
Guðrún Sigurðardóttir, Borgarnesi
Samband breiðfirzkra kvenna:
Elinbet Jónsdóttir, Fagradal
Kristjana Hannesdóttir, Stykkishólmi
Samband vestfirzkra kvenna:
Sigríður Guðmundsdóttir, ísafirði
Elísabet Hjaltadóttir, Bolungarvík
Solveig Kristjánsdóttir, Reykjaskóla
Samband kvenna í Strandasýslu:
Anna Sigurðardóttir, Guðlaugsvik
Kvennasambandið, Vestur-Húnavatnssýslu:
Jósefína Helgadóttir, Laugabakka
Sambund austur-húnvetnskra kvenna:
Þuríður Sæmundssen, Blönduósi
Samband skagfirzkra kvenna:
Jórunn Hannesdóttir, Sauðárkróki
Samband eyfirzkra kvenna:
Guðrún Björnsdóttir, Siglufirði
Ingibjörg Stefánsdóttir, Hrísey
Kvennasamband Akureyrar:
Ingibjörg Halldórsdóttir, Akureyri
Héraðssamband eyfirzkra kvenna:
Solveig Kristjánsdóttir, Munkaþverá
Samband ausfirzkra kvenna:
Sigurrós Oddgeirsdóttir, Reyðarfirði
Samband austur-skaftfellskra kvenna:
Anna Þorleifsdóttir, Hólum
Samband vestur-skaftfellskra kvenna:
Gyðríður Pálsdóttir, Seglbúðum
Samband sunnlenzkra kvenna:
Halldóra Guðmundsdóttir, Miðengi
Magðalena Sigurþórsdóttir, Hvoragerði
Kristín Sigfúsdóttir, Hellu
Kvenfélagið „Líkn“, Vestmannaeyjum:
Jóna Vilhjálmsdóttir, Vestmannaeyjum
Kvenfélög í Hafnarfirði:
Jakobína Mathíesen, Hafnarfirði.
Vegna forfalla gátu fulltrúar frá Kvenfélaga-
sambandi S-Þingeyinga og Kvenfélagasambandi
N-Þingeyinga eigi sótt þingið. Annar fulltrúi
Samb. austf. kvenna gat heldur eigi mætt.
Þingforsetar voru kjörnar þær Rannveig Þor-
steinsdóttir og Aðalbjörg Sigurðardóttir og þing-
ritarar Kristín Halldórsdóttir og Sigurrós Odd-
geirsdóttir.
Rannveig Þorsteinsdóttir flutti skýrslu stjórn-
arinnar fyrir tvö undanfarin ár. í sambandinu
eru nú 210 félög með 13.126 félagskonum. Á
þossum tveimur árum hefur sambandið styrkt
136 námskeið á vegum félaganna víðs vegar um
landið, en námskeiðin hafa sótt 2170 k»nur. Þá
hefur sambandið ráðið í þjónustu sína ráðunaut
skv. samþ. síðasta landsþings. Ráðunautur þessi
cr Steinunn Ingimundardóttir frá Akureyri, hús-
mæðrakennari. Flutti hún síðar á þinginu skýrslu
og erindi um störf sín. Dvaldi hún fyrst um
nokkurra mánaða skeið erlendis til þess að kynna
50 HÚSFREYJAN