Húsfreyjan - 01.09.1957, Blaðsíða 41

Húsfreyjan - 01.09.1957, Blaðsíða 41
þeim og aídinkjötinu hættir til að verða þurrt. BLANDAÐ ÁVAXTASALAT 2 epli 2 appelsínur 2 bananar Nokkur vínber Hnetukjarnar 2 dl. vatn 1 dl. sykur Safi úr 1 sítrónu eða 2 appelsínum (Vín ef vill) Vatn og sykur soðið saman, froðan tekin vel ofan af. Sítrónu- eða appelsínu- safinn settur saman við. Ávextirnir eru þvegnir og flysjaðir. Eplin og appelsínurnar skornar í þunna báta eða ferhyrnda bita. Bananarnir skomir í sneiðar. Vínberin þvegin og klofin, kjarnarnir teknir úr. Hneturnar saxaðar smátt. öllu blandað varlega sam- an með tveimur göfflum, sett í skál, syk- urleginum hellt yfir. Salatið er kælt um stund, má þó ekki bíða of lengi. Borið fram með þeyttum rjóma ef vill, ef salatið er notað sem ábætisréttur. Fallegt er að setja salatið í appelsínukörfur. ÁVAXTASALAT I HLAUPI Hægt er að blanda saman ýmsum tegundum, t. d.: 2 appelsínur 2 epli 50 gr. vínber eða: 1 banani 1 appelsína 1 epli 2% dl. ávaxtasafi, appelsínu- og sítrónu- V2 dl. vatn Sykur eftir smekk 3 blöð matarlím Hlaupið: Ávextirnir pressaðir, safinn síaður, bragðaður til með sykri. Ef vill má lita hann rauðan. Matarlímið lagt í bleyti í 5 mín. í kalt vatn, brætt, hellt út í safann. Ávextirnir þvegnir, flysjaðir, skornir i fallega bita.Þegar safinn byrjar að hlaupa, er dálítið sett í skál. Þar á er hluta af ávöxtunum raðað fallega, hlaupi bætt of- an á og þannig til skiptis, hlaup efst. Ef vill má setja hlaupið í mót og hvolfa því á fat, þegar það er orðið kalt, en þá er betra að nota 1 blaði meira af matarlími. Eins er fallegt að setja hlaupið í smáskál- ar, svo hver fái sína litlu skál. Borið fram með eggjasósu eða þeyttum rjóma. MEXÓNUSALA'Í V2 melóna 1 dl. sherry (sykur eftir smekk) Melónan flysjuð og skorin í bita. Látnir í skál, sykri stráð á ef vill, sherryinu hellt yfir. Salatið látið bíða nokkrar klst. á köldum stað, helzt yfir nótt. Borið fram með þeyttum rjóma. BANANAR MEÐ MARENGS 4 bananar 6 msk. sykur, 3 eggjahvítur helzt flórsykur Vínber Bananarnir eru flysjaðir og klofnir að endilöngu, lagðir í smurt, eldfast mót. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar, og svo 2—3 mínútur til viðbótar. Sykrinum sáldrað saman við, blandað varlega í. Eggjahvítunum er síðan sprautað á ban- anana, eins og myndin sýnir. Bananarnir eru settir inn í ofn við mjög vægan hita, teknir út þegar eggjahvítan hefur stífn- að. Hitinn á að vera það vægur, að mar- engsinn sé alveg hvitur. Skreytt með vín- berjum, þegar það er orðið kalt. APPELSÍNUR MEÐ HRÍSGRJÓNUM 125 gr. hrísgrjón 50 gr. sykur IV2 dl. vatn 1 dl. þeyttur rjómi 3 appelsínur Hrísgrjónin eru soðin í hlemmlausum potti í 20 mín., án salts. Sett á sigti, köldu vatni rennt yfir þau. HÚSFREYJAN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.