Húsfreyjan - 01.09.1957, Page 11
sem hann gæfi pening í pottinn. „Viltu
vinna þér fyrir jólaglaðningu?“
Tierney hleypti brúnum og hélt áfram
að hringja bjöllunni.
„Ég er vant við látinn. Ef þú vilt það
ekki, þá fæ ég dólginn við næstu búð.“
Röddin var hvöss, eins og svipur manns-
ins. „Það er smádót í húsi hérna uppi í
götunni, sem mig vanhagar um. Ég þekki
húsaskipun og kann á læsinguna á pen-
ingaskápnum. Þú þarft ekki annað en
labba inn og sækja dótið. Fólkið verður
allt í hinum enda hússins að skreyta jóla-
tréð, eins og vant er á Þorláksmessu.
Krakkarnir sofa uppi. Þetta er leikur! 1
þessum skrúða grunar þig enginn — ef
þú sést, þá ertu með jólagjafir, skilurðu?
Færðu mér dótið og þú færð fimm þúsund
fyrir.“
„Fimm þúsund —“
„Einmitt! Hvað segirðu, lagsi?“
Því ekki? Auðvelt og svo til áhættu-
laust. Þessi náungi myndi vísa honum leið-
ina inn í rétta herbergið. Þá var ekki ann-
að en að ganga yfir gólfið, opna peninga-
skápinn og fara aftur út. „Allt í lagi. Ég
er búinn hér klukkan átta.“
„Ágætt,“ sagði maðurinn. „Ég er búinn
að fylgjast með þér í tvo daga. Hittu mig
klukkan níu á næsta horni hérna megin
götunnar."
Tierney kinkaði kolli. „Ég skal koma.“
Maðurinn fór.
Hríðin jókst. Nick Tierney horfði um
stund löngunaraugum á stóra, gráa húsið,
sem Mið-Borgarsjúkrahúsið var í. Svo leit
hann í aðra átt. Brátt fengi hann hærri
laun en hann hafði nokkru sinni fengið
fyrir uppskurð.
Ef þú gerir þetta, þá geturðu aldrei
snúið aftur, aldrei!
Hann hló lágt, sárt. „Mig langar ekki
heim aftur. Ég læt þau flytja hingað.“
Stefnumótsstaðurinn var ekki langt frá
hinu ódýra fjölbýlishúsi, sem Nick bjó í
og hann ákvað að fara heldur þangað, en
að borða á veitingahúsi, eins og hann var
vanur. Hann gat hitað sér súpudós og
hvílt sig stutta stund.
Á leiðinni heim lagði hann niður fyrir
sér hvað hann skyldi gera, þegar þessu
væri lokið. Hann ætlaði að fá sér glas af
víni og notalega máltíð, fara svo og
verzla, kaupa jólagjafir handa Maríu,
Nicka litla og móður sinni. Hver veit
nema hann sendi þeim strax fargjaldið,
svo þau gætu verið hjá honum á jóladag-
inn, jafnvel ílengst í borginni.
Einhvern veginn vakti þessi tilhugsun
litla gleði með honum og þegar hann kom
heim, var hann alveg orðinn afhuga því
að láta fjölskylduna koma, þó ekki væri
nema einn dag.
Hann hélt á bjöllunni og hreindýrasvip-
unni í annarri hendi, en opnaði dyrnar
með hinni. Bjallan klingdi, er hann gekk
inn ganginn. Við stigann stóð húsfreyjan
og ræddi við ungan mann með gleraugu.
„Nei, — hún er verri, frú McCarthy,"
heyrði Nick að ungi maðurinn sagði
þreytulega. „Ég er búinn að gera allt, sem
ég get. Nóttin í nótt ræður úrslitum. Ef
við gætum komið henni í svefn, þá væri
meiri von til að hún hefði það af.“
„Ósköp eru að heyra þetta,“ andvarp-
aði húsfreyjan. „Hún er bæði gott og
fallegt barn. Stundum sýnist manni
himnafaðirinn .... Gott kvöld, herra
Temple og gleðileg jól.“
„Gleðileg jól,“ tuldraði Nick og þramm-
aði upp stigann, sem glumdi undir þung-
um stígvélunum, en bjallan klingdi við.
Hann tók af sér belgvettlingana, skott-
húfuna og skeggið og þvoði sér á meðan
súpan var að hitna á gasloganum. Það
vafðist fyrir honum, að einhvers staðar
myndi vera veikt barn í húsinu og þá
hafði ungi maðurinn með gleraugun sjálf-
sagt verið læknir.
Innflúensa — lungnabólga að öllum lík-
indum. Já, svefninn, vær og rór svefn,
réði oft úrslitum í slíkum tilfellum.
Hann var að ljúka við súpuna, þegai
barið var að dyrum. „Kom inn,“ sagði
hann og í dyrunum birtist ungi maður-
inn með gleraugun.
„Ég er Morton læknir.“ Rödd hans var
þreytuleg. „Ég hef stundað telpuna Jen-
HÚSFREYJAN 11