Húsfreyjan - 01.09.1957, Blaðsíða 19

Húsfreyjan - 01.09.1957, Blaðsíða 19
Ef móðir mín var fjarverandi, sóttum við börnin jafnan góð ráð og leyfi til Guð- rúnar, er gjarna annaðist bústjórn þá daga. Margur er sá staður í æskusveit minni, sem vafinn er ljóma sagnanna hennar Gunnu og aldrei fæ ég þakkað allar þær stundir, er hún leiddi mig á vit við fegurð þjóðsagna og ævintýra, svo gleymdist hver sorg, er barnshugann hrærði. Seinni hluta ævinnar dvaldi Guðrún að Þverá hjá syni sínum og tengdadóttur, en til hinzu hvíldar flutti hún aftur heim að Völlum. Sólbjartan sumardag hoppa ég, fremur en geng, suður reiðgöturnar frá Völlum, tíu ára telpukorn í rauðum kjól. Ég á að fara sendiferð að Hofi. Allt leikur í lyndi, ýmist syng ég við raust eða geri mér upp ýmsa leiki og er brátt komin hálfa leið. Þá skipast snöggt um mín mál — nautin á Hofi eru tjóðruð uppi á há- um hól, spölkorn ofan við göturnar. Já, tjóðruð eru þau, en hvenær getur ekki tjóðurband brostið? Og ég hræddari við naut en flest annað, er þar að auki í rauðum kjól, sem kvað vera hættuleg- astur allra lita í viðskiptum við naut. Á ég að snúa aftur? Nei, það væri óbæri- leg smán. Skríða skorningana? Of langt eftir. Þá grípur mig önnur hugsun. Hvað ætli að hún Ingibjörg á Hofi segði, ef hún sæi, að ég væri hrædd við bundin naut? Hún Ingibjörg, sem áreiðanlega er ekki hrædd við nokkurn skapaðan hlut í öll- um heiminum. Ég set í mig kjark, tek til fótanna og hleyp allt hvað af tekur, þar til ég kem á hæðina norðan við Hofs- bæinn. Þaðan geng ég hægt og rólega, eins og ekkert hafi í skorizt, inn í eldhús til Ingibjargar og ber upp erindið. Vera má, að mér hafi dvalizt eitthvað eilítið lengur en venjulega yfir góðgerðunum við hvítskúraða eldhúsbekkinn undir norður- glugganum, áður en ég legg aftur af stað. En sömu leið fer ég aftur til baka, stað- ráðin i að láta Ingibjörgu ekki sjá á mér neinn ótta. Hvernig er hún svo í hátt þessi kona, sem ég í bernsku minni var svo viss um að kynni ekkert að óttast? Ingibjörg Þórðardóttir var með minnstu konum á vöxt, grannholda og skarpleit, lágtöluð, en fastmælt. Augun hljóta að hafa vakið trú mína á hugrekki hennar — blágrá, ókvikul augu, er stund- um brá fyrir stálbliki x. Fimmtán ára gömul sat ég á vetrar- kvöldi í baðstofunni á Hofi. Ingibjörg sagði mér þá frá búferlaflutningi þeirra hjóna, frá Syðra-Hvarfi að Hofi. Sú frá- sögn varð mér minnisstæð. Á Syðra- Hvarfi kvaðst hún ekki hafa fest yndi eftir andlát elztu dóttur sinnar og var því hvetjandi skiptanna. Heldur myndi nútímakonu þykja ófýsileg aðkoma að nýjum bólstað, eins og þar var. Meðal annars fennti inn á hjónarúmið fyrstu nóttina, er þau sváfu þar og mjólk fraus í barnskönnu, er stóð við stokkinn. Van- höld urðu mikil á búsmala, er þarna var óhagvanur hið fyrsta ár og fleiri óhöpp steðjuðu að. Þótti Ingibjörgu sem sumt af venzlafólki hennar kynni að leggja henni til lasts að hafa hvatt til þessarar ráðabreytni. ,,Þá hét ég því, að ég skyldi ekki láta mitt eftir liggja til að sýna, að búandi væri á Hofi,“ sagði hún í sögulok. Seint mun hún hafa gleymt þeirri heit- strenging, enda efndirnar fullkomnar. Síðasti fundur okkar Ingibjargar varð, er hún lá banaleguna. Strax og ég kom inn í stofuna til hennaar þá greip mig sama tilfinningin og í bernsku. Ótt- inn átti þar ekkert griðland. Enn var stefnt að settu marki: Að lifa með sæmd og deyja með sæmd. —o— Bjartar bernskuminningar eru sívak- andi gleðigjafi. Þær á ég í ríkum mæli og fæ aldrei fullþakkað, hvorki þessum tveimur látnu konum né öðrum forn- vinum. Sigríður S. Thorlacius. HÚSFREYJAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.