Húsfreyjan - 01.09.1957, Blaðsíða 25

Húsfreyjan - 01.09.1957, Blaðsíða 25
r VETRARVÍSA Stjarnan lýsir stillt og skygn stefnu vísar sundin. Fjöllin rísa í fannatign, fljót eru ísum bundin. Halla Loftsdóttir. v_____________________________________y sínum, en við sátum kyrrir og biðum þess, að okkur yrði vísað til borðs. Sumir drengjanna reyndu að skýra hin dular- fullu töfrabrögð, en aðrir voru orðnir þreyttir og nenntu ekki að taka þátt í samræðunum. Einu sinni, þegar hlé varð á masinu, sneri Óli feiti sér allt í einu að mér og sagði: „Er það satt, að þú verðir tekinn úr skólanum?" Spurningin kom alveg flatt upp á mig, og þegar drengirnir litu allir spyrjandi á mig, varð ég enn vandræðalegri. Hverju átti ég að svara? Mamma hafði minnzt á, að ef til vill yrði ekki hjá því komizt að setja okkur Jörgen í ódýrari skóla, en ég hafði ekki trúað henni. Hvers vegna ætti að senda okkur í annan skóla, þegar okkur féll svo ágætlega í þeim, sem við vorum í? Eg komst ekki hjá því að svara ein- hverju og sagði því: „Hvers vegna ætti svo sem að taka mig úr skólanum?“ Og það stóð ekki á svarinu. Óli yppti öxlum og sagði yfirlætislega: „Ja, pabbi þinn hefur tæplega efni á að láta þig ganga í okkar skóla, þegar honum verður sagt upp starfinu. Það eru engar horfur á, að honum batni.“ Ekki veit ég, hvaðan Óla kom þessi vitneskja, en í einu vetfangi sá ég í nýju ljósi ýmis atvik, sem gerzt höfðu heima síðustu mánuðina, eftir að pabbi hætti störfum, og ég fylltist reiði. Á þessari stundu hataði ég Óla, og ég hataði alla félaga mína. Þeir störðu á mig, eins og ég væri einhver furðuskepna, sem hefði álpazt inn í stofuna til þeirra og þyrfti rannsóknar við. Þeir voru miskunn- arlausir og harðir á svip, eins og börn ein geta verið, þegar enginn fullorðinn er við- staddur. Mig langaði mest til að forða mér út og fara heim og taka í höndina á pabba, en ég gat hvorki hrært legg né lið. Ég var eins og fangi mitt á meðal þeirra, og mér var ekki undankomu auðið. Ung stúlka kom inn og bauð okkur að setjast að borðum og drengirnir tóku á rás inn í borðstofuna og settust. Ég lötraði inn á eftir þeim nauðugur, viljugur, því að ég hafði þegið heimboð Hinriks og gat ekki farið heim, án þess að vekja almenna athygli, fyrr en veizlan væri á enda. Ég man ekki lengur, hvaða mat við fengum. Ég man það eitt, að ég sat þögull og yfirgefinn, en félagar mínir léku á als oddi. Það var fjölmennt í stofunni, en samt var ég aleinn. Ég tók við fötunum, sem að mér voru rétt, og rétti þau áfram án þess að snerta matarbita. Það var eins og ég væri í rauninni hvergi nærri. Að vísu sat ég við þetta borð og handlék hníf og gaffal, en hugur minn var víðs fjarri. Ég sat bara og beið þeirrar stundar, er ég losnaði úr þessari prísund og gæti farið heim. Seinna um kvöldið fengum við ávexti. Það voru bornar fram þrjár svo hroka- fullar skálar af ávöxtum, að ég varð grip- inn skyndilegri löngun til að stela handa Pésa litla. Hann hafði beðið mig um einn banana, og hann skyldi lika fá hann. Á þessu heimili höfðu menn allt til alls og enginn myndi hirða hót um nokkra ban- ana. Það var engum erfiðleikum bundið að lauma ávöxtunum undir blússuna og kom- ast fram í forstofuna, þar sem frakkinn minn hékk. Hinir drengirnir höfðu tekið eftir, að illa lá á mér og létu mig afskipta- lausan. Ég fyllti annan vasann og fór síð- an inn til að sækja meira. Því ekki að taka svolitið súkkulaði líka, úr því að HÚSFREYJAN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.