Húsfreyjan - 01.09.1957, Blaðsíða 23

Húsfreyjan - 01.09.1957, Blaðsíða 23
en koma í afmælið með tvær hendur tómar. Ég leit á tindátana mína og kvaddi þá í huganum. Það voru tólf riddarar og Pési átti aðra tólf alveg eins. Jörgen hafði heldur kosið bók, og við fengum ekki aðr- ar jólagjafir þetta árið. Ef ég gæfi Hinrik tindátana mína, væri hann fullsæmdur af þeirri gjöf. En það var þungbært að láta þá frá sér svona fljótt og Pési lánaði engum leikföngin sín. Ég vissi, að ég fengi aldrei að leika mér að hans dátum. „Ég gæti gefið honum tindátana mína,“ sagði ég við mömmu, og hún klappaði mér á kollinn svo undarlega blítt. Hún horfði um stund út um gluggann og þegar hún svaraði, var rödd hennar óskýr eins og hún varð venjulega, ef mamma vikn- aði. ,,Ef þú vilt fórna tindátunum þínum, skaltu líka fá að fara.“ Hún stóð á fætur. Mig langaði mest til að dansa af gleði. Ég hafði geymt kassann utan af tindát- unum, svo að gjöfin gat litið vel út. Fram á sunnudag voru tindátarnir mín eign, og ef ég færi vel með þá, hlyti að vera óhætt að nota þá þangað til. Mamma þaggaði niður í mér: ,,Þú mátt ekki hafa hátt. Pabbi þinn sefur,“ og ég þagnaði, þó að það væri allt annað en auðvelt eins óg á stóð. Svo klappaði hún mér á kinnina og þurrkaði sér um augun, en ég gerði mér ekki frekari rellu út af því, hvernig henni var innanbrjósts. Ég hljóp á undan henni ofan stigann til þess að finna Pésa. Hann var sá eini, sem skildi til fullnustu, hví- líkan atburð ég átti í vændum á sunnu- dagskvöldið. Ég fann hann niðri í kjallara. Hann sat á kartöflukassanum og barði fótastokk- inn. Hann samgladdist mér af heilum hug og spurði í barnslegri einlægni: „Held- urðu, að þið fáið banana í ábæti?“ ★ Það var rigning á sunnudaginn. Veizl- an hjá Hinrik átti að byrja kl. 4 og ég lagði tímanlega af stað. Pabbi hafði lofað að sækja mig um níuleytið og hann hafði meira að segja óskað mér góðrar skemmt- unar. Pési litli og mamma stóðu við gluggann og veifuðu til mín, þegar ég labbaði af stað með tindátakassann í hendinni. Jörgen hafði hjálpað mér að búa um tindátana, og hann gekk svo snyrtilega frá þeim, að engum gat dottið annað í hug en að þeir kæmu beint úr verzluninni. Þau ætluðu öll að vaka eftir mér, svo að ég gæti sagt þeim allt, sem við hafði borið í veizlunni. Ég bretti frakkakraganum upp og þrammaði af stað. Hinrik átti heima á fallegum stað í útjaðri bæjarins, og þang- að var löng leið heiman frá mér. Pési hafði spurt mig í laumi, hvort ég gæti ekki fært honum einn banan, þegar ég kæmi heim, en ég þorði ekki að lofa því. Eg hafði reyndar heyrt því fleygt í skól- anum, að við myndum fá bæði banana og ís. En skyldi það ekki vera eitthvað orðum aukið? Fyrst um sinn ætlaði ég að láta mér nægja að hlakka til að sjá svipinn á Hinrik, þegar hann opnaði böggulinn frá mér. Mér var kunnugt um, að hann safn- aði tindátum, og hann átti áreiðanlega ekki þessa gerð. Að minnsta kosti hafði ég aldrei séð fallegri riddara og það var sárt að missa þá. Ung stúlka kom til dyra, bauð mér inn og hengdi frakkann minn upp hjá hinum drengjafrökkunum x anddyrinu. Það var svo þykk ábreiða á gólfinu, að fótatak okkar heyrðist ekki. Ég hafði flýtt mér eftir megni, en samt var ég meðal síðustu boðsgestanna. Þegar ég kom inn stóðu flestir drengjanna úr bekknum í. hnapp utan um Hinrik við borðið, sem gjöfun- um hafði verið raðað á. Þeir voru niðui-sokknir í að skoða gufu- vél og veittu mér enga eftirtekt fyrst í stað, en allt í einu kom Hinrik auga á böggulinn, sem ég hélt á og rétti fram höndina til að taka við honum. Allra augu mændu á hann, á meðan hann reif bréfið utan af bögglinum. HÚSFREYJAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.