Húsfreyjan - 01.09.1957, Blaðsíða 30
sem eftir er af deiginu, er breitt frekar
þykkt út og skorið með kleinujárni í
%—1 cm. breiðar ræmur, sem lagðar eru
ofan á möndluþykknið, þannig að rúður
myndist, og einnig á brúnina. Deigræm-
umar smurðar með eggjablandi, og fal-
legt er að strá söxuðum möndlum yfir.
Kakan bökuð við frekar vægan hita í nál.
50 mín.
Ágætt er að fylla kökuna með sveskju-,
epla- eða apríkósumauki. Er þá ljúffengt
að bera með henni þeyttan rjóma.
SÓLSKIN SKAKA
með karamelluglerungi
120 gr. smjörlíki 1% dl. hveiti
IV2 dl. sykur 10 möndlur (má sleppa)
2 egg 25 gr. súkkat
Smjörlíkið brætt við vægan hita. Kælt,
hrært þar til það er létt. Egg og sykur
þeytt, þar til það er létt og ljóst. Eggja-
hræran hrærð saman við smjörlíkið.
Hveitið hrært saman við. Smátt saxaðar
möndlurnar og súkkatið látið í deigið.
Kakan bökuð í hringmóti við meðalhita
nál. 30 mín. Kakan kæld, síðan þakin
með karamelluglerungi. Kaka þessi geym-
ist vel.
Karamelluglerungur
120 gr. sykur 30 gr. smjörlíki
2 dl. þunnur rjómi 1 tsk. vanillusykur
2 msk. síróp
Rjóma, sykri og sírópi er blandað saman
í lítinn þykkbotnaðan pott. Hitað við væg-
an hita, soðið þar til glerungurinn hefur
þykknað dálítið. Hræra þarf vel í á með-
an. Þegar glerungurinn hefur soðið nóg,
er smjörlíkinu og vanillusykrinum hrært
saman við.
Kakan hulin, þegar glerungurinn er
orðinn kaldur.
AFAKAKA
250 gr. smjörlíki 1 tsk. lyftiduft
250 gr. sykur 2 dl. mjólk
3 eggjarauður 3 eggjahvítur
1 egg V2 bolli flórsykur
250 gr. kartöflumjöl 1 bolli sykur
250 gr. hveiti 1 bolli kókusmjöl
30 HÚSFREYJAN
Smjörlíkið hrært með sykrinum, eggja-
rauðunum og egginu hrært saman við.
Hveiti, kartöflumjöli og lyftidufti sáldrað
saman. Hrært út í deigið ásamt mjólk-
inni. Deigið látið í tvö, velsmurð hring-
mót. Kakan bökuð nál. 45 mín. Tekin úr
forminu, hvolft og hulin með eggjahvítu-
kreminu. Sett inn í ofninn aftur, tekin út,
þegar hún er orðin ljósgul.
Eggjahvítukrem: Eggjahvíturnar þeytt-
ar með flórsykrinum, þar til þær eru stíf-
ar, þá er sykrinum og kókusmjölinu
blandað varlega saman við. Má ekki bíða.
DÖÐLUKAKA
1 bolli steinlausar döðl- 1 tsk. vanillusykur
ur, smátt skornar eða -dropar
1 bolli malaðar hnetur 2 egg, óþeytt
3 msk. hveiti 1 bolli sykur
1 tsk. lyftiduft 2 msk. kalt vatn
Öllu blandað saman í skál, hrært laus-
lega saman. Sett í mjög vel smurt tertu-
mót. Bakað nál. 30 mín. neðst í ofninum
við meðalhita. Borin fram með þeyttum
rjóma. Kaka þessi er nokkuð dýr, en fljót-
tilbúin og sérlega ljúffeng.
SKÁKTERTA
400 gr. flórsykur
6 egg
350 gr. smjörlíki
1V2 dl. mjólk
500 gr. hveiti
2 tsk. lyftiduft
3 msk. kakaó
1 tsk. vanilludropar
Þannig er tertan útbúin í mótin.