Húsfreyjan - 01.09.1957, Blaðsíða 54

Húsfreyjan - 01.09.1957, Blaðsíða 54
Hægðarauki fyrir húsmæður. Smáskúffuskápurinn „Easylux“. Oft er á það drepið, bæði í ræðu og riti, að margar húsmæður hérlendis eigi allt annað en næðissama daga og að þeirra daglegi vinnutími sé mun lengri en annara stétta þjóðfélagsins. Mun þetta eigi ofsagt vera. Að vísu mun staða hús- freyjunnar seint verða vandalítil né erfið- islaus, en mála sannast er það, að á síð- ari tímum hefur mikil áherzla verið á það lögð, að auðvelda starf þeirra með vinnuvélum og hagkvæmum smááhöld- um. Munu íslenzkar húsmæður kannast við ýmislegt af þessu tæi, þó að ætla mætti að þær væru enn betur á verði um slíka framleiðslu innlenda en raun ber vitni. Alkunna er, hve tafsamt húsmæðrum reynist tíðum að finna sitthvað smávegis til matargerðar, þegar þær þurfa að hafa hraðan á við slík störf. Talsverða fyrir- höfn getur það einnig kostað að sjá, hvort ýmis konar smávarningur, svo sem krydd, er fyrir hendi eða þrotið, en slíks þarf einkum að gæta fyrir helgidaga og há- tíðir. Til þess að auðvelda þetta, hefur að minnsta kosti í Noregi og Svíþjóð ver- ið fyrir alllöngu síðan hafin gerð sér- stakra skápa til þess að geyma svona vöru í, svo nefnda smáskúffuskápa. Hitt mun eigi vera á hvers manns vitorði, að hér á landi er fyrir nokkrum árum hafin framleiðsla samskonar skápa. Er það Ofnasmiðjan hf. í Reykjavík, sem for- göngu hefur um þetta og munu þeir skáp- ar í engu standa að baki þess háttar fram- leiðslu erlendri. Vill ,,Húsfreyjan“ vekja athygli lesenda sinna á þessu, þvi að vert er hverri húsmóður að fylgjast með og afla sér, ef unnt er, hverra þeirra tækja, er létta störf hennar, hvort sem um er að ræða vélar eða smærri og ódýrari tæki. Raunar mun ,,Easylux“, smáskúffu- skápurinn, ekki vera hið eina tæki fyrir f-------------------------------------% HÚSFREYJAN KEMUR ÚT 4 SINNUM A ÁRI Ritstjórn: Svafa Þórleifsd., Framnesv. 56a, sími 16685 Elsa E. Guðjónsson, Laugateig 31, sími 33223 Kristjana Steingrímsd., Hringbr. 89, s. 12771 Vara-ritstjórn: Sigríður Thorlacius, Bólsstaðahlíð 16, s. 13783 Sigríður Kristjánsdóttir, Stigahlið 2 Afgreiðslu og innheimtu annast Svafa Þórleifsdóttir, Framnesveg 56a, sími 16685 Verð árgangsins fyrir áskrifendur er framvegis 25 kr. í lausasölu kostar hvert hefti þá 7 kr. Gjalddagi er fyrir 1. október. IIVJA JÍNS HKLGASSNAR EFNI: Bls.: EFNI: Bls.: Himingjöfin, ræða, sr. Árelíus Níelsson .. 3 Ávarp frú Guðrúnar Pétursdóttur (Landsþ.) 6 Hrúthagi, kvæði, Margrét Jónsdóttir ......... 7 Okkar á milli sagt .......................... 8 Á Þorláksmessu, saga, Walter Livingstone 10 Staðarfellsskólinn (2 myndir) .............. 14 Forn kynni, e. Sigríði Thorlacius .......... 18 Erindi Steinunnar Ingimundard. (Landsþ.) 20 Daginn, sem ég varð fullorðinn, saga, L. F. 21 Vetrarvísa, Halla Loftsdóttir .............. 25 Orðsending ................................. 26 Manneldisþáttur, Kristjana Steingrímsdóttir 27 Heimilisþáttur, Sigr. Kristjánsd., E. E. G. 31 ,,Og heimur mun fæðast". Um forsíðumynd 38 Heilög jól, saga, Sigrid Undset ............ 44 „Þá ég heyri góðs manns getið ....“......... 48 12. landsþing K. í.......................... 50 Hægðarauki fyrir húsmæður .................. 54 húsmæður, sem Ofnasmiðjan hf. fram- leiðir. Að minnsta kosti er „Húsfreyj- unni“ kunnugt um, að þar eru smíðaðir smekklegir og hentugir spaðar, ryðfríir, til notkunar við að steikja fisk og annað það, sem steikt er á pönnu. Væri æski- legt, að íslenzkar húsmæður gerðu sér far um að kynnast hverju því, sem fram- leitt er hér innanlands og samkeppni þol- ir við hið erlenda, nota svo það innlenda og styrkja með því og hvetja þá, sem slíka framleiðslu stunda. Með því gætu þær sýnt þjóðrækni sína og ástundun í að styrkja þjóðarbúskapinn í heild. 54 HÚSFREYJAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.