Húsfreyjan - 01.09.1957, Blaðsíða 15

Húsfreyjan - 01.09.1957, Blaðsíða 15
ar ég kom þangað, var nýbúið að slátra grís. Það var nógur og góður matur til og mikið að starfa. Stúlkurnar höfðu þá fengið að búa til litlar, fínar Wienarpyls- ur, þær reyktu þær einn daginn, meðan ég dvaldi þar. Veðrið var svo milt og gott, að við lékum leiki úti á sléttum túnunum. For- stöðukonan leiddi leikina. Æðurinn var byrjaður að synda með löndum og sitja á skerjum. Kliður hans heyrðist heim að húsum. Þegar út fyrir túnið kom, söng sólskríkjan og þrösturinn skauzt inn í birkikjarrið. Vorið var að boða sumarið. Sólin skein á Stað undir felli, eins og á dögum formæðra okkar. Nú voru það stúlkur 20. aldar — námsmeyjar hús- mæðraskólans á Staðarfelli — sem hún vermdi. Þær voru að búa sig undir lífs- starf sitt, þær áttu allt sitt líf framundan. Það var 30 ára aldursafmæli hús- mæðraskólans á Staðarfelli í sumar. Mér datt því í hug að biðja fr. Sigurborgu að skrifa dálitla starfssögu um sjálfa sig og lofa Húsfreyjunni að flytja hana út meðal fólksins. Sigurborg er ein af þeim konum, sem mest og bezt hafa unnið til frama fyrir húsmæðrafræðsluna. Þegar fr. Sig- urborg lagði út á sínum bát, var fleytan hjá flestum smá og fátækleg. Það þurfti því kjark og hagsýni að fá allt til að fljóta og koma öllu vel á land. Henni tókst það. Ég þakka Sigurborgu vináttu við mig og hennar mikla brautryðjandastarf fyrir húsmæðrafræðsluna. Hér fer á eftir ágrip af starfssögu fr. Sigurborgar, ritað af henni sjálfri. R. P. ★ Eftir að hafa kennt börnum og ung- lingum í 10 ár (5 ár á prívat-heimili og 5 ár farskólakennari) fór ég (á fyrri stríðsárunum) til Danmerkur og innrit- aðist í Seminariet Ankerhus, Soro. Þar tók ég mitt kennslukonupróf, sem veitti mér rétt til þess að stofna og starfrækja húsmæðraskóla. En með þvi að danskir skólar eru þannig skipulagðir, að þeir eru meir fyrir heimilishald í bæjum, og þar sem ég bjóst við að starfa við húsmæðra- skóla í sveit, og með þeim árstíðaskipt- um, sem þar eiga sér stað í öllum verkum, þá taldi ég mér ómissandi að leita víðar að fræðslu og fyrirkomulagi utan Dan- merkur. Meðmæltir skólar voru þá Ring- forsa og Huslig skólarnir í Svíþjóð og Stabæk í Noregi. Fékk ég leyfi til þess að dvelja eitthvað við þessa skóla, til þess að kynnast fyrirkomulaginu. Sænsku skólarnir fyrrnefndu voru fleirþættir Ringforsa Storbruk (stórbúskapur) og Smaabruk (smábýli) og í Uppsala Huslig ökonomi (heimilishagfræði), þ. e. 3 utan skólans í borginni. Einn af þessum, Brá- gárden, var aðallega fyrir sveitastúlkur, þar sem kennt var, auk hússtjórnar, vefn- aður, mjólkurvinnsla, hænsnarækt, garð- yrkja o. fl. Og af því mér virtist þessu svo haganlega fyrir komið og svipað að skipu- lagi og sveitadeildirnar við Ringforsa, var mér forvitni að vita um höfunda þeirra. En þá reyndist það sama konan og hana varð ég að finna. Hún hafði þá nýstofnað sinn eigin skóla, Helsinggárden, norður i Jervsö. Já, sá skóli var ekki uppi í skýj- unum. Hann var eins og höfundurinn, hin hámenntaða kona, frk. Sundberg, fyrirmynd í allri hófsemi, miklu og skipu- legu starfi. Helsinggárdskólinn varð mér fyrirmynd við stofnun sveitaskóla í al- mennri heimilisfræðslu. Eftir að ég hafði dvalið við þessa skóla, tók ég námskeið í vefnaði og ostagerð, sitt í hvoru landi, Noregi og Danmörku. Er ég kom heim til íslands 1920, byrj- aði ég strax kennslu og starfaði óslitið í 16 ár. Hafði fyrst skóla heima hjá mér í Múla við ísafjarðardjúp og svo nám- skeiðahald í 6 ár, 8—10 mánuði á ári hverju. Þessi námskeið stóðu V4—2 mán- uði. Stæðu þau mánuð eða lengur, var jafnframt fatasaumur og önnur handa- vinna kennd. Ýmsir stóðu að þessum námskeiðum: hreppsfélög, kvenfélög, húsmæðrafélög og Búnaðarfélag Islands, eða undir þess stjórn. Stundum var ég HÚSFREYJAN 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.