Húsfreyjan - 01.09.1957, Blaðsíða 20

Húsfreyjan - 01.09.1957, Blaðsíða 20
ERINDI Steinunnar Inginuuidardóttm- flutt á landsþingi K. í. (SlÐARI HLUTI) Af þeim kynnum, sem ég hafði af hlið- stæðum störfum erlendis, hef ég reynt að byggja starfið hér. Það er reynsla nágranna okkar, að ekki sé leggjandi upp með meira en viku- námskeið fyrir húsmæður. Þær hafa ekki ástæður til að vera lengur í burtu frá heimilunum og þeim störfum, sem þar bíða þeirra. Það sama hefur mér virzt þann stutta tíma, sem ég hef starfað. Húsmæður, bæði til sveita og í kauptún- um, eru í langflestum tilfellum einar við heimilisstörfin og algengt að þær séu við utanhússvinnu. Sömuleiðis á meðan um- sóknir um námskeið og heimsóknir eru miklu fleiri en hægt er fyrir einn kennara að sinna, verður að reyna að dreifa starfs- tímanum til sem flestra. Konur þurfa að gera sér vel grein fyrir því, að þessi starfsemi er fyrst og fremst ætluð húsmæðrum, til að veita þeim upp- lýsingar á þeirra starfssviði og ef svo mætti að orði kveða, tengja eldri tímann við nútímann á sviðum heimilanna. Það er alls ekki ætlunin að heimilis- ráðunautar haldi uppi skólum. Þeir eiga heldur að ýta undir að konur leiti sér fróðleiks og nýjunga og hvetja ungar stúlkur til að sækja húsmæðraskóla landsins. Eins árs dvöl á húsmæðraskóla er ábyggilega einn drýgsti og bezti heim- anmundur hverrar stúlku, og þar býst ég við að konur séu sammála mér. Nú var ykkur í fyrra boðið að velja um ýmis námsefni fyrir félögin og senda umsóknir til K. I. og bárust margar um- sóknir, sumar mjög ónákvæmar og næsta óskiljanlegar. Þar hef ég í samráði við formenn félaganna og sambandanna ráð- stafað tímanum og ofurlítið breytt til eftir því, sem mér hefur fundizt skynsam- legt og tiltækilegt á hverjum tíma. T. d. hef ég svo að segja tekið fyrir að kenna kökubakstur, ábætisrétti eða eitthvað þ. 1. (fínarí). Það má auðvitað alltaf hafa eitthvað þ. h. með til skemmtunar, en má ekki gera það að aðalatriði. í síðustu viku á Reykjanesi var beðið um smurt brauð, en mig klæjaði í lófana að sýna grænmetisrétti. Vona að það verði ekki tekið mjög illa UPP, þó að ég breyti námskeiðum eftir því sem mér finnst skynsamlegt og fari þar dálítið eftir árstíðum — grænmeti á haustin — og t. d. dýnugerð og föndur seinni hluta vetrar. Þegar tíminn á hverjum stað er stuttur verður að undirbúa vel áður en kennar- inn kemur. Þar er t. d. með húsrúm og aðstæður, að þar sé allt í lagi og á staðn- um, þegar þar að kemur. Sömuleiðis þarf ég að vita hvað þarf að vera með af út- búnaði og efni. Fékk reynslu af því í fyrra að efni og útbúnaður verður að fylgja mér eftir, hvar sem ég fer, til að það sé tilbúið á staðnum, þegar hefja á kennslu. Þess vegna verður mjög mikils virði að fá bíl, sem ég vona að verði nú i haust. Bíllinn verður líka til mikils tímasparn- aðar, verð ekki bundin eins við áætlunar- ferðir. Nú vil ég líka mjög gjarnan koma á sem flesta félagsfundi og á þann hátt fá að fylgjast með starfinu og kynnast kon- unum. Kom þannig á 2 fundi í vor. Fyrir framtíðina vil ég óska fyrir hönd húsmæðranna, að ríkið taki rekstur heim- ilisráðunautastarfsins og hafi efni á að hafa minnst 1 ráðunaut fyrir hvern lands- hluta, og vegna sveitahúsmæðra, að orðið geti samstarf milli væntanlegra heimilis- ráðunauta og landbúnaðarráðunauta. Þá fyrst yrði starfið að fullum notum. =5®S== 20 HÚSFREYJAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.