Húsfreyjan - 01.09.1957, Blaðsíða 13

Húsfreyjan - 01.09.1957, Blaðsíða 13
gera og það, sem hann vissi í hjarta sínu að hann vildi gera, og á skálunum hélt hönd hins veika barns. Ef hann væri staddur í sextíu mílna fjarlægð og barnið í rúminu væri Nick litli og það væri María, sem bæri hina hljóðu kvöl að baki hans? 1 huga hans kom eiðurinn, sem hann hafði svarið, en viljað gleyma .... ,,Megi mér auðnast á meðan ég held þenna eið, að njóta lífsins, rækja starf mitt og hljóta virðingu ann- arra manna . . . .“ Njóta lífsins, rækja starf mitt og hljóta virðingu annarra manna. Hann settist aftur. „Það er ein saga,“ sagði hann, „sem dvergarnir hafa leyft mér að segja þeim börnum einum, sem þeim þykir vænzt um. Eins og þú veizt, Anita, þá sofa dvergarnir á daginn og vinna á næturnar. Þú skilur, að fyrst þeir vinna á næturnar, þá þurfa þeir engan næturvörð.“ Nú beitti hann rödd sinni eins og forðum, veitti styrk sínum og ró til sjúklingsins. „En á daginn, þegar þeir sofa, þá þurfa dvergarnir að fá sér varðmann, sem sefur vel á næturnar og er glaðvakandi á dag- inn, helzt stúlku, sem þeir geta breytt í kóngsdóttur." Telpan var ekki sein á sér. „Gæti ég orðið kóngsdóttirin þeirra?“ „Hver veit? Ef þú ferð strax að sofa, þá gæti ég borið þér vel söguna. Þá segði ég kannske við þá: Dvergar góðir! Anita Jensen ætti að verða kóngsdóttirin ykk- ar. Hún er greind telpa og sefur vel á næturnar.“ „Vertu svolítið lengur hjá mér, jóla- sveinn.“ „Ég skal gera það, Anita. Sjáðu nú til------“ Hann vafði ábreiðuna að litlu öxlunum. Allir urðu hljóðir og eftirvænt- ingarfullir, en barnið andvarpaði, geisp- aði. Einhvers staðar í húsinu sló klukka níu slög. Barnið stundi aftur, þreifaði á svip- unni og dró hana að sér. Svo geispaði hún á ný og takið á hönd Nicks linaðist. „Góða nótt, jólasveinn," hvíslaði hún. Hjarta Nicks tók viðbragð af fögnuði, þegar augu hennar lukust aftur. „Góða nótt, Anita,“ sagði hann lágt. Hönd barnsins rann úr lófa hans. And- ardrátturinn varð djúpur og jafn. Morton læknir laut yfir rúmið. „Henni batnar,“ hvíslaði hann. „Hún sefur.“ Hann tók ofan gleraugun og þerraði þau. Nick Tierney reis á fætur og fór út úr herberginu og inn til sín. Hann fór úr jólasveinsbúningnum og vafði honum ut- an um skeggið og stígvélin. Hann ætlaði að skilja það eftir hjá vökumanninum í vöruhúsinu. Svo tók hann ferðatösku sína og fór að láta ofan í hana. Morton læknir og Jensen komu inn. Þeir reyndu að þakka honum. Nick vissi, að honum bar að þakka þeim. Jensen fór brátt út aftur. „Er of seint fyrir yður að fara aftur í vinnuna?“ spurði Morton. „Mér þykir fyrir því —“ „Nei, það er ekki of seint.“ Hann smeygði sér í frakkann, setti upp hattinn og sneri sér við til að grípa töskuna. Morton sneri sér líka við og heyrði að Tierney greip andann á lofti, er hann gerði sér ljóst, að nafnið, sem þrykkt var á töskuna, blasti við Morton. „Nicholas Tierney, læknir.“ „Þér eruð þá búinn að frétta það, læknir?“ spurði Morton og starði á hann. Tierney hleypti brúnéum. „Frétta hvað?“ Hann greip töskuna. „Dagblöðin gerðu ekki mikið úr frétt- inni, en það var skýrt mjög greinilega frá þvi öllu í tímariti læknafélagsins. Yfir- læknirinn sagði af sér í vikunni sem leið og játaði yfirsjón sína, sem hann hafði látið yður gjalda. Hann mælti ákaflega með yður í ábyrgðarstöðu. Komið, ég skal aka yður á járnbrautarstöðina. Yðar er beðið.“ Hríðin lamdi utan lestina, sem þaut áfram þessa köldu aðfangadagsnótt, lest- ina, sem flutti heim til ástvinanna og ævistarfsins manninn, sem svo litlu mun- aði, að örlögin bæru of langt af leið. HÚSFREYJAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.