Húsfreyjan - 01.09.1957, Blaðsíða 53

Húsfreyjan - 01.09.1957, Blaðsíða 53
hafa daufheyrzt við þessu máli, þrátt fyrir það þótt kvennasamtökin í landinu og ýmsir aðrir hafi margskýrt nauðsyn slíkrar stofnunar. Fyrir því gerir þingið kröfu til, að nú þegar verði byrj- að á undirbúningi áðurnefnds skóla og athugað, hvort unnt sé að fá viðunandi húsnœði og hœft starfsfólk. Þingið leggur áherzlu á, að vandað sé til þessa uppeldisskóla og að í honum verði kenndar bæði bóklegar og verklegar námsgreinar. Ennfremur leyfir þingið sér að benda á nauðsyn þess, að skólinn verði staðsettur á jarðhitasvæði, svo að auðvelt sé að kenna þar fjölbreytta jarðrækt. V. Ályktun um útgáfu sorprita. Þingið lýsir ánægju sinni yfir því, að mennta- málaráðherra hefur skipað nefnd til athugunar á því, hvernig hefta megi útgáfu og útbreiðslu sorprita, innlendra og útlendra. Treystir þingið þvi, að framkvæmdir í málinu hefjist hið fyrsta. VI. Þing Kvenfélagasambands íslands, haldið 9.—12. sept. 1957, vill vekja athygli þjóðarinnar á þeirri sívaxandi hættu, að dómi færustu kjarn- orkufræðinga, sem ógnar öllu mannkyninu vegna tilrauna stórveldanna með kjarnorku- sprengjur. íslendingar munu sízt vera í minni hættu en aðrar þjóðir, og beinir þingið því þeim eindregnu tilmælum til ríkisstjórnarinnar, að hún beiti sér af öllum mætti til stuðnings algjöru banni við tilraunum með kjarnorkusprengingar og fyrir raunhæfu eftirliti með því, að banninu verði framfylgt. Fjárhagsáætlun sambandsins fyrir næstu 2 ár lögð fram og samþykkt. Jafnframt gat fjárhags- nefnd þess, að hún hefði farið á fund fjármála- ráðherra, Eysteins Jónssonar, og hefði hann gef- ið vilyrði fyrir auknum styrk til K. í. Var síðan samþykkt svohljóðandi tillaga: Landsþingið þakkar rikisstjórninni góðan skilning og fyrirgreiðslu á málum K. í., einkum að því er snertir hið nýupptekna starf heimilis- ráðunauta á vegum sambandsins. Þá fóru fram kosningar stjórnar og annarra trúnaðarmanna sambandsins. Úr aðalstjórn átti að ganga frá Aðalbjörg Sig- urðardóttir, og var hún endurkjörin. Aðrar í stjórninni eru: Frú Guðrún Pétursdóttir, forseti K. í. og frk. Rannveig Þorsteinsdóttir. Kjörnar í varastjórn til 2ja ára voru: Helga Magnúsdóttir, Guðlaug Narfadóttir og Jónína Guðmundsdóttir. Endurskoðendur til 2ja ára voru endurkosnir: Aðalendurskoðandi Svafa Þórleifsdóttir, vara- endurskoðandi Ingveldur Einarsdóttir. Kosnar voru tvær konur í framkvæmdastjórn Hallveigarstaða. Aðalkonur: Auður Auðuns og Helga Sigurðardóttir; varavonur: Jóhanna Egils- dóttir og Valgerður Gisladóttir. í milliþinganefnd til athugunar á félagsmálum voru endurkjörnar: Rannveig Þorsteinsdóttir, Svafa Þórleifsdóttir og Sigríður Sigurjónsdóttir. Svafa Þórleifsdóttir lét þess getið áður en gengið var til kosninga í útgáfustjórn „Húsfreyj- unnar", að Sigrún Árnadóttir tæki eigi endur- kosningu sökum anna, og sjálf gæti hún eigi tekið endurkosningu nema því aðeins, að henni væri kjörin varakona. Sama máli kvað hún gegna um Elsu Guðjónsson. í útgáfustjórn „Húsfreyjunnar" voru því kjörn- ar: Aðalkonur: Svafa Þórleifsdóttir, aðalritstjóri, Elsa Guðjónsson og Kristjana Steingrímsdóttir. Varakonur: Sigríður Thorlacius fyrir Svöfu Þór- leifsdóttur og Sigríður Kristjánsdóttir fyrir Elsu Guðjónsson. Fulltrúar K. í. á II. þing Landssambands gegn áfengisbölinu voru kjörnar: Aðalbjörg Sigurðar- dóttir og Jóhann Egilsdóttir. Varakona: Ólöf Sig- urgeirsdóttir. í milliþinganefnd, sem skal skila áliti um or- lofsmál fyrir næsta fulltrúafund, voru kjörnar: Aðalkonur: Jósefína Helgadóttir, Herdís Ásgeirs- dóttir, Hallfríður Jónasdóttir, Jakobína Mathie- sen og Petrína Jakobsson. Varakonur: Ingveldur Einarsdóttir og Bryndís Þórarinsdóttir. Rannveig Þorsteinsdóttir og Helga Magnús- dóttir höfðu eindregið mælzt undan endurkosn- ingu x nefndina vegna annrikis. í tilefni af því að Sigrún Árnadóttir lét af störfum í útgáfustjórn „Húsfreyjunnar" var eft- irfarandi tillaga samþykkt: „Landsþingið þakkar Sigrúnu Árnadóttur ágæt störf í útgáfustjórn „Húsfreyjunnar"." Þriðjudaginn 10. sept. sátu þingfulltrúar mjög ánægjulegt boð forsetafrúarinnar að Bessastöð- um. Þingslit fóru fram fimmtudaginn 12. sept. kl. 18. En um kvöldið sátu fulltrúar skemmtilegt boð félagsmálaráðherra og konu hans í ráðherra- bústaðnum við Tjarnargötu. Að boðinu loknu kvöddust fulltrúar og var þar með lokið samverustundum að þessu sinni. HÚSFREYJAN 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.