Húsfreyjan - 01.09.1957, Síða 41
þeim og aídinkjötinu hættir til að verða
þurrt.
BLANDAÐ ÁVAXTASALAT
2 epli
2 appelsínur
2 bananar
Nokkur vínber
Hnetukjarnar
2 dl. vatn
1 dl. sykur
Safi úr 1 sítrónu
eða 2 appelsínum
(Vín ef vill)
Vatn og sykur soðið saman, froðan
tekin vel ofan af. Sítrónu- eða appelsínu-
safinn settur saman við.
Ávextirnir eru þvegnir og flysjaðir.
Eplin og appelsínurnar skornar í þunna
báta eða ferhyrnda bita. Bananarnir
skomir í sneiðar. Vínberin þvegin og
klofin, kjarnarnir teknir úr. Hneturnar
saxaðar smátt. öllu blandað varlega sam-
an með tveimur göfflum, sett í skál, syk-
urleginum hellt yfir. Salatið er kælt um
stund, má þó ekki bíða of lengi. Borið
fram með þeyttum rjóma ef vill, ef salatið
er notað sem ábætisréttur. Fallegt er að
setja salatið í appelsínukörfur.
ÁVAXTASALAT I HLAUPI
Hægt er að blanda saman ýmsum tegundum,
t. d.:
2 appelsínur
2 epli
50 gr. vínber
eða:
1 banani
1 appelsína
1 epli
2% dl. ávaxtasafi,
appelsínu-
og sítrónu-
V2 dl. vatn
Sykur eftir smekk
3 blöð matarlím
Hlaupið: Ávextirnir pressaðir, safinn
síaður, bragðaður til með sykri. Ef vill
má lita hann rauðan. Matarlímið lagt í
bleyti í 5 mín. í kalt vatn, brætt, hellt út
í safann.
Ávextirnir þvegnir, flysjaðir, skornir i
fallega bita.Þegar safinn byrjar að hlaupa,
er dálítið sett í skál. Þar á er hluta af
ávöxtunum raðað fallega, hlaupi bætt of-
an á og þannig til skiptis, hlaup efst. Ef
vill má setja hlaupið í mót og hvolfa því
á fat, þegar það er orðið kalt, en þá er
betra að nota 1 blaði meira af matarlími.
Eins er fallegt að setja hlaupið í smáskál-
ar, svo hver fái sína litlu skál. Borið fram
með eggjasósu eða þeyttum rjóma.
MEXÓNUSALA'Í
V2 melóna 1 dl. sherry
(sykur eftir smekk)
Melónan flysjuð og skorin í bita. Látnir
í skál, sykri stráð á ef vill, sherryinu hellt
yfir. Salatið látið bíða nokkrar klst. á
köldum stað, helzt yfir nótt. Borið fram
með þeyttum rjóma.
BANANAR MEÐ MARENGS
4 bananar 6 msk. sykur,
3 eggjahvítur helzt flórsykur
Vínber
Bananarnir eru flysjaðir og klofnir að
endilöngu, lagðir í smurt, eldfast mót.
Eggjahvíturnar eru stífþeyttar, og svo
2—3 mínútur til viðbótar. Sykrinum
sáldrað saman við, blandað varlega í.
Eggjahvítunum er síðan sprautað á ban-
anana, eins og myndin sýnir. Bananarnir
eru settir inn í ofn við mjög vægan hita,
teknir út þegar eggjahvítan hefur stífn-
að. Hitinn á að vera það vægur, að mar-
engsinn sé alveg hvitur. Skreytt með vín-
berjum, þegar það er orðið kalt.
APPELSÍNUR MEÐ HRÍSGRJÓNUM
125 gr. hrísgrjón 50 gr. sykur
IV2 dl. vatn 1 dl. þeyttur rjómi
3 appelsínur
Hrísgrjónin eru soðin í hlemmlausum
potti í 20 mín., án salts. Sett á sigti,
köldu vatni rennt yfir þau.
HÚSFREYJAN 41