Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Blaðsíða 9
ÁSGEIR BLÖNDAL MAGNÚSSON
Nokkrar orðskýringar
1. Gefja og þokugefja
Það mun hafa verið í vetrarlok 1968 að okkur á Orðabók Háskólans
barst fyrsta dæmið um kvk-orðið þokugefja. Dæmið var frá Steini heitn-
um Emilssyni og raunar eldra en frá 7. áratugnum, því að Steinn hafði
skrifað orð þetta hjá sér, er hann var í Homafirði 1921, og taldi að það
merkti þokuslæðing með smáýringi og golu. Næsta vetur bámst okkur
svo nokkur dæmi til viðbótar, og seinna bættust fleiri við. Orðið þoku-
gefja virtist að vísu fremur sjaldgæft, en þó vom nokkur dæmi um það
úr öllum landsfjórðungum, og merkingin var ‘þokuslæðingur, gisin og
slitrótt þoka á hreyfingu, þokusúld, kerlingarvella’. Einnig kom fyrir
orðmyndin gefja ein sér í svipaðri merkingu, um þunnan og gisinn
þokuslæðing, smávegis þokusúld, jafnvel þunna skýjaslæðu sem grisjaði
í gegnum, og dæmin um hana vom líka úr öllum landshlutum.
Ekki virtist auðvelt að ættfæra þessi orð, þ. e. gefja eða þokugefja.
Fyrst kom mér í hug að þokugefja væri eldri orðmynd en gefja og
hefði upphaflega heitið *þokukefja, sbr. kaf og kóf, en k orðið g milli
sérhljóða; gefja væri þá síðar tilkomin stytting úr samsetta orðinu. En
þótt e. t. v. væri hægt að koma þessu heim og saman hljóðfræðilega,
samræmdist það engan veginn tákngildinu ‘gisinn þokuslæðingur, grisju-
kennd skýjahula’ sem virtist vera merkingarkjami orðsins. Það flökraði
líka að mér að síðari liður samsetta orðsins þokugefja kynni að vera til
orðinn úr *gyfja, sbr. ísl. gufa og nno. gyv n. ‘dust sem fýkur’, en slíkt
var þó harðla ólíklegt m. a. frá hljóðfræðilegu sjónarmiði, með því að
reglan í íslensku er almennt sú að sérhljóð í áherslulitlum viðliðum
nálægist, e > i, ó > ú (u) o. s. frv., og auk þess var ; í viðliðnum.
Snemma vetrar 1974 barst svo frétt um annað merkingartilbrigði
orðsins gefja, þ. e. ‘slen, lasleiki’: Það er einhver bölvuð gefja í mér,
o. ‘vesöld’. Dæmi barst og um lo. gefjulegur ‘linkulegur, vesaldarlegur ,
og voru heimildir um þessar orðmyndir báðar úr Fljótum nyrðra. Ekki
höfðum við fleiri spurnir af no. gefja í þessari veru, en tvö viðbótar-