Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Qupperneq 10
8 Ásgeir Blöndal Magnússon
dæmi bárust um lo. gefjulegur ‘laslegur, vesaldarlegur’, annað af Norð-
austur-, hitt af Suðvesturlandi. Vel mátti koma þessu nýja tákngildi
orðsins heim við þokumerkinguna, enda ýmis dæmi um merkingarferlið
‘þoka, móða’ >■ ‘deyfð, slen’, sbr. t. d. drungi ‘dimmviðri, þungbúið
loft; svefnhöfgi, slen’ og deyfa ‘regnúði, regn; deyfð’ o. fl. af svipuðu
tagi. Hinsvegar mæltu þessar orðmyndir ásamt fleiru gegn því að sam-
setta orðið þokugefja væri upphaflegra en viðliðurinn, en studdu það
að orðmyndin gefja væri upphafleg og þokugefja yngri samsetning.
En nú spurðist til annarrar merkingar orðsins gefja, þ. e. ‘þunnt,
grisjukennt og haldlaust efni, skriðið, gatslitið fat, glypjulegt prjón eða
vefnaður, lélegt, gisið klæði’: þeíta er óttaleg gefja. Einnig bárust dæmi
um lo. gefjulegur ‘glypjulegur, þunnur og grisjukenndur’: efnið er svo
gefjulegt, og voru nokkur dæmi um þessi tákngildi orðanna gefja og
gefjulegur af Vestur-, Norður- og Suðurlandi. Af þeim var sýnilegt að
þokumerkingin í orðunum gat ekki verið upphafleg en hlaut að vera
afleidd. Tákngildið ‘grisja, e-ð götugt og gagnsætt’ virtist elst og af því
hefði svo æxlast merkingin ‘gisinn þokuslæðingur’.
En hver var þá uppruni orðsins? Það sýnist ekki eiga sér neina beina
samsvörun í skyldum grannmálum og ekkert bendir til þess að um töku-
orð geti verið að ræða og sjálft merkingarferlið mælir heldur gegn því.
Helst koma manni í hug ættartengsl við so. gabba og gapa (ie. *ghobh-,
*ghzb~), sbr. einnig físl. þt.-myndina gafði ‘gapti’ sem kynni að vera
af én-sögn (*gaben) eða jan-sögn (f'gabjan).1 Upphafleg merking þessa
orðstofns sýnist vera ‘gapa, vera opinn’, sbr. einnig sæ. pa gavel, gd.
paa gafle, ísl. upp á gaul ‘galopinn’ (um dyr) (gaul <C *gaÖula-), en
hann fær einnig merkinguna ‘spotta, geipa, þvaðra’, sbr. gabba
(*gabbön) og fe. gafsprœc ‘heimskuhjal’. Þá eru og hugsanleg tengsl við
fnorr. auknefnið gafi; tveir menn hafa þetta viðurnefni í fornum sögum
og fremur ólíklegt að tökuorðið gafi ‘gammur’ (lat. gavia) sé þar á ferð.
Hugsanleg væru og tengsl við nno. gave m. ‘óðagot, flumósa hraði’,
sem A. Torp skýrir raunar á annan veg.2 Ef ofangreind ættfærsla er
1 GafÖi er eindæmamynd og kemur fyrir í elsta handriti Marteins sögu sem
talið er frá 2. fjórð. 13. aldar. Vera má að gafði sé misritun fyrir gapði/gapti,
enda stendur gapti í hliðstæðum textum yngri (Heilagra manna sögur, útg. C. R.
Unger, I 56133, 53411 og 6151).
2 Nokkrar hljóðskiptaorðmyndir, sem virðast af þessum toga, koma fyrir í ís-
lensku, en verða ekki ræddar hér að sinni.