Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Qupperneq 11
Nokkrar orðslcýringar 9
nærri lagi væri gefja < *gat>jön og upphafleg merking orðsins ‘e-ð
gloppótt og gisið’.
2. Hrumi og hrumagarður
Elstu dæmi OH um hrumi m. ‘stormur, strekkingur’ eru úr dagbókum
Einars Jónssonar, Súgandafirði, og eru frá síðasta áratug 19. aldar.
Hann talar þar bæði um hruma, hrumagarð og kafaldshruma: „norðan
hrumagarðurinn sami með regnfrassa á milli“, „norðan hvass og kaldur
kafaldshrumi“. Annar heimildarmaður frá Súgandafirði, Kristján A.
Kristjánsson, segir að orðið hrumi hafi tíðkast þar vestra um allhvassan
vind, 6-7 vindstig; líka hafi verið talað um kafaldshruma ef snjókoma
fylgdi vindinum. Víkur Kristján tvisvar að þessu efni, fyrst í svari við
spumingalista um veðurorð, sem Oskar Bandle sendi út á 6. áratugnum,
og síðar í svari við fyrirspumum okkar Orðabókarmanna. Þá bámst tvö
dæmi um orðið hrumaveður í merkingunni ‘hvasst byljaveður með snjó-
komu’ eða ‘hvassviðri án úrkomu, 6-8 vindstig’. Allar heimildir um
orðið hrumi og samsett orð af þeim toga virðast bundnar við Vestfirði
og þá fyrst og fremst norðanverðan Vestfjarðakjálkann. Orðið sýnist
staðbundið og einangrað.
En hvert er þá ætterni þessa orðs? Það er síður en svo Ijóst. Ekki er
líklegt að þetta sé sama orðið og hrumi ‘hrumleiki’, sem hefði þá upp-
haflega verið forliður í orðum eins og hrumaveður, sbr. hálfgildings
hliðstæður eins og lamaregn og lamviðri. Það mælir gegn þessu að
verulegur merkingarmunur er á hrumi ‘hmmleiki’ og lam- og lami, auk
þess sem hrumi ‘stormur’ kemur bæði fyrir sem viðliður og sjálfstætt
orð. En hvað er þá til ráða? Ekki er ólíklegt að tákngildi eins og
‘stormur’ hafi æxlast af merkingu eins og ‘hvinur, hávaði’, og hrumi
gseti þá verið hljóðskiptamynd við fe. hream ‘óp, hávaði’ og hríeman
‘æpa’ og e. t. v. líka fsax. hröm ‘hróp’ (ef það er þá ekki sama orðið og
fhþ. (h)ruom, nþ. Ruhm ‘lof, frægð’). E. t. v. er físl. hraumi, lastyrði um
mann, af þessum sama toga og merkir vísast hávaðamann eða skmmara,
sbr. að það stendur í upptalningu í SnE. með orðum eins og skraumi og
skrápr. Þá mætti og hugsa sér að nno. raume f. ‘dalagola, kuldastrekk-
ingur’ og rauma ‘blása smávegis’ væra þessarar ættar. Öllu óvissara er
með nno. rumla ‘drynja . ..’ og Iþ. rummeln ‘hafa hátt, gera skarkala
og fær. ronta ‘tala hátt’. Orð þessi gætu verið mynduð af *hrum-, en líka