Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 12
10 Ásgeir Blöndal Magnússon
gætu þau verið leidd af merkingarskyldum /j-lausum orðstofni, sbr.
*rum- í rymja. Jötunheitið Hrymr er oftast tengt lo. hrumur, en fremur
er það ólíklegt um þann „þursadróttin“ og sennilegra að nafn hans væri
í ætt við hrumi ‘stormur...’. í íslensku nýmáli kemur fyrir so. að hromsa
‘flimta eða glósa um’ og hromsari ‘grófgerður hávaðamaður’, sem gætu
verið skyld hrumi ‘stormur .. .’ og fe. hréam (<H*hrauma-) ‘hróp’ —
og hromsa þá <C*hrumasön. Hugsanlegt er þó að hromsa hafi haft ó í
stofni og væri þá af sömu orðsift og fhþ. (h)ruom og nþ. Ruhm.
Hér hefur verið fjallað nokkuð um ættartengsl orðsins hrumi ‘storm-
um, strekkingur’. Þar er margt á huldu og brottfall h-s í framstöðu í svo
til öllum germönskum málum gerir erfiðara um vik í sambandi við
ættfærsluna.
3. Stum og stymja
Það var í svörum við einum af spumingalistum O. Bandles að við rák-
umst fyrst á hvk-orðið stum um hrímþoku. Heimildarmaður var vestan
af Mýram. Ég spurðist svo fyrir um þessa orðmynd og smám saman
tóku að berast svör, að vísu strjál, en orðið virtist þó eitthvað kunnugt
í öllum landshlutum nema á Austurlandi. Það var haft um hrímþoku,
frostrigningu og hrím, en einnig um ryk eða dust sem settist á innan-
húsmuni og ílát, og óhreinindadust eða stemmu á svelli. Þá brá og fyrir
orðmyndinni stumaður ‘loðinn af hrími’ (um föt og hluti), ‘stumaður
og hrímaður’ (um svell), sem líklega er fremur lo. leitt af no. stum en
lh. þt. af so. *stuma.
En nú bárust fregnir af annarri orðmynd, sem virtist í einhverjum
tengslum við stum, en það var kvk-orðið stymja.3 Fyrst fréttist af því
af Austurlandi, en þar var það haft um mjög þungt loft eða megna
stybbu. Einnig bárust dæmi af Vestur- og Suðurlandi, en þar var merk-
ingin nokkuð önnur, þ. e. a. s. ‘vesöld, lasleiki, kvefvottur, slen’: það
er einhver vesaldarstymja á henni. Á sömu slóðum brá einnig fyrir so.
að stymja (yfir) ‘vandræðast yfir, standa ráðþrota eða ráðvilltur’, en
sögnin var einnig höfð um skepnur sem voru mjög veikar og ömruðu.
Ekki virðast þessi orð eiga sér beina samsvörun að formi og merk-
ingu í skyldum granntungum. Líklega eru þau þó sömu ættar og nno.
stum-myrk, stumen ‘koldimmur’ og fær. stummur ‘stoppaður af kvefi;
3 Orðið stymja er ritað hér með y vegna líklegra tengsla við stum.