Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 27
EIRÍKUR RÖGNVALDSSON
Lengd íslenskra samhljóða:
Vitoð ér enn — eða hvat?
1. Inngangur
1.1
Eftir langa kyrrstöðu hefur á undanförnum árum færst talsvert líf í
íslenskar hljóðfræðirannsóknir.1 Þær hafa þó nær eingöngu farið fram
erlendis, vegna tækjaskorts og aðstöðuleysis hér heima. Þessar rann-
sóknir hafa breytt ýmsum eldri hugmyndum manna, s. s. varðandi hljóð-
gildi sérhljóða, aðblástur o. fl.; og Magnús Pétursson, sem manna mest
hefur staðið að þessum rannsóknum, telur að „Auf keinem Gebiet der
skandinavischen Linguistik haben in den letzten zehn Jahren so durch-
greifende Veránderungen stattgefunden wie auf dem der islándischen
Phonetik“ (1978c:4). Því fer þó fjarri, að einhugur ríki meðal hljóð-
fræðinga um niðurstöður allra rannsóknanna.
1.2
Einn þeirra þátta sem rannsakaðir hafa verið er lengd íslenskra mál-
hljóða; um hana hafa einkum fjallað þau Sara Games (1974) og
Magnús Pétursson (1974a,b, 1976c, 1978d o. v.). Magnús telur þessar
rannsóknir leiða ótvírætt í ljós, að „í sunnlenskum linmælisframburði er
samhljóðalengd mjög lítið áberandi“ (1976a:48, sjá einnig 1974a:330,
°g 1974b:49).2 Hins vegar sé samhljóðalengd „mjög vel varðveitt“
norðanlands (Magnús Pétursson 1976a:48).
Ýmsir vísindamenn hafa átt erfitt með að kyngja þessum niðurstöð-
nm. Kristján Ámason segir t. d.: „For several reasons I find it difficult
to accept this categorical statement . ..“ (1978:141). Höskuldur Þráins-
1 Þessi grein var samin sem prófritgerð við Háskóla íslands vorið 1980, og
birtist hér fremur lítið breytt. Ég þakka Höskuldi Þráinssyni alla aðstoð og leið-
beiningar við samningu hennar, og honum og Kristjáni Árnasyni fyrir nytsamar
athugasemdir við upphaflega gerð greinarinnar.
2 Þar sem talað er um að samhljóðalengd sé „ekki til“ er átt við, að óverulegur
munur sé á lengd samhljóða eftir því hvort stutt eða langt sérhljóð fer á undan.