Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 28
26 Lengd íslenskra samhljóða: Vitoð ér enn — eða hvat?
son tekur í sama streng og telur hvorki sínar eigin mælingar né rann-
sóknir Söru Games (1974) styðja ályktanir Magnúsar (Höskuldur
Þráinsson 1977:221). Það er athyglisvert, þar sem Magnús kallar ein-
mitt Söra til vitnis um, að í sunnlensku sé einungis til sérhljóðalengd
(1977b:214). Raunar hefur Magnús nú nokkuð dregið í land, eftir að
niðurstöður síðari rannsóknar hans (1978a:179) samrýmdust ekki
hinum fyrri.
1.3
Það er því greinilegt, að margt er enn á huldu um lengd samhljóða
í nútímaíslensku, og verður varla greitt úr þeim vanda hér. En hér á
eftir era raktar niðurstöður helstu mælinga sem gerðar hafa verið á
lengd samhljóða (einkum lokhljóða) í íslensku. Þessar niðurstöður era
síðan bornar saman og reynt að gefa yfirlit yfir þær. Töflur taka þó
einungis til lokhljóðanna, og umfjöllunin öll á aðeins við þau, nema
annars sé getið.
í síðari hluta greinarinnar birti ég niðurstöður lengdarmælinga sem
ég hef sjálfur gert, og ber þær saman við niðurstöður annarra.
2. Fyrri mælingar
2.1 Mœlingar Stefáns Einarssonar
2.1.1
Fyrstu rannsóknir á lengd í íslensku með hjálp tækja gerði Stefán
Einarsson á áranum 1924-6 (Stefán Einarsson 1927). Við rannsóknir
sínar notaði Stefán kymograf (1927:8; sjá einnig Hadding & Petersson
1970:84-90).
Stefán rannsakaði aðeins einstök orð, ein-, tví- og þríkvæð, en ekki
heilar setningar (sjá orðalista í Stefán Einarsson 1927:132-140). Hann
var sjálfur hljóðhafi, og segir að „die Wörter immer klar und deutlich
ausgesprochen wurden, zuweilen weit deutlicher, als ich es beim
gewöhnlichen Sprechen tue“ (1927:8). Tvíkvæðu orðin vora langflest í
rannsókninni, og verður hér eingöngu tekið tillit til þeirra til að fá betra
samræmi við aðrar mælingar.
Um mörk milli sérhljóða og samhljóða í innstöðu segir Stefán:
„. .. sowohl Implosion wie Explosion ist dem Verschlusslaut zuge-
rechnet“ (1927:25). „Implosion“ er hið sama og Bjöm Guðfinnsson