Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Side 29
Eiríkur Rögnvaldsson 27
(1946:27-8) kallar „lokunartíma“. Miðað við hljóðrófsrit svarar þetta
sennilega til tímans frá því formendur undanfarandi sérhljóðs fara að
riðlast þar til loftstraumurinn hefur alveg stöðvast. „Explosion" kallar
Björn Guðfinnsson (s. st.) „opnunartíma". En Stefán tekur líka lengd
að- og fráblásturs með í tölum sínum um lengd lokunarinnar. Víða lætur
hann þó fylgja tölur um lengd sjálfrar lokunarinnar, og þær tölur nota
ég hér.
2.1.2
Niðurstöður Stefáns úr mælingum á lengd lokhljóða í innstöðu milli
sérhljóða í tvíkvæðum orðum koma hér fram í töflu 1. Mælieining er
hér, eins og í öðrum töflum greinarinnar, centisekúndur (cs).
Taflal. Lengd lokhljóða í innstöðu (sbr. Stefán Einarsson 1927:55,58)
stutt3 aðblásin löng
lokun frábl. aðbl. lokun lokun
P4 15.3 6.9 11.0 18.0 24.9
t 14.9 7.0 9.4 18.1 29.4
c 15.7 5.9 13.6 15.0 29.1
k 14.7 5.0 28.5
Meðaltal 15.2 6.2 11.3 17.0 28.0
3 Orðin „stutt“ og „langt“ um samhljóð vísa hér og í greininni allri til hefð-
hundinnar hljóðkerfislegrar greiningar, en ekki hlutlægrar, mælanlegrar lengdar,
þótt þarna sé vissulega oftast samræmi á milli.
4 Hér og annars staðar í greininni (nema í 2.2) er notað sama hljóðritunartákn
fyrir öll lokhljóð sem hafa sama myndunarstað. Þannig táknar t. d. [p] varamælt
lokhljóð, hvort sem það er fráblásið (þ. e. [ph], en lengd fráblástursins er sleppt),
ófráblásið stutt (vanalega hljóðritað [b] í íslenskri hljóðritun), aðblásið (þ. e. [(h)p]),
eða langt (vanalega hljóðritað [þ:]). Þetta er sú leið sem Magnús Pétursson fer (sjá
einnig Höskuldur Þráinsson 1978), og mér þykir hún heppilegust, enda hef ég ekki
séð neinar þær mælingar sem sanni að munur t. d. [ph] og [p] ([þ]) í íslensku felist
1 °®ru en fráblæstri. Hefðbundnar skoðanir um annars konar mun, t. d. í „hörku"
eöa „þenslu“, svo og munur sá, sem Björn Guðfinnsson (1946: 36-9) gerir á frá-
blásturslausu harðhljóði (t. d. [p] í hespa) og órödduðu linhljóði (t. d. [þ] í tapa
1 suunlenskum framburði) eru ekki studdar mælingum. Þær mælingar sem þetta
snerta benda raunar fremur til meiri „hörku" eða „þenslu“ í [p, t, c, k] en [ph, th,
ch. kh] (sjá Magnús Pétursson 1976b).