Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 30
28
Lengd íslenskra samhljóða: Vitoð ér enn — eða hvat?
Hlutfallið milli stuttra og langra lokhljóða er því um það bil 1:2,
nema fyrir varahljóðin, þar sem það er 3:5. Aðblásnu hljóðin eru um
% lengri en þau stuttu, nema gómhljóðin; en þar telur Stefán tölurnar
óvissar (1927:58). Honum þykir illt að dæmi skorti um ófráblásin stutt
lokhljóð í innstöðu; því að forvitnilegt væri að vita, hvort þau reyndust
álíka löng og aðblásnu lokhljóðin, sem Stefán táknar sem löng (1927:
58-9). Jón Ófeigsson (1920-1924: xviii) hafði aftur á móti táknað lengd
þessara hljóða á sama hátt (þ. e. talið lokunina í [(h)p] álíka langa og
í [p] o. s. frv.
Á eftir áherslusérhljóði, en undan öðru samhljóði er lengd aðblásinna
og fráblásinna lokhljóða mjög svipuð og milli sérhljóða. Hins vegar eru
/b,d,g/ þar um þriðjungi styttri en milli sérhljóða (Stefán Einarsson
1927:61).
2.2 Mœlingar Sveins Bergsveinssonar
2.2.1
Á árunum 1937-9 gerði Sveinn Bergsveinsson umfangsmiklar rann-
sóknir í íslenskri hljóðfræði, og birtust niðurstöður þeirra 1941 (Sveinn
Bergsveinsson 1941). Eins og Stefán Einarsson varð Sveinn að notast
við sjálfan sig sem hljóðhafa, og aðalhjálpartæki hans var líka kymo-
graf. Flest annað var þó ólíkt með þessum tveim rannsóknum. Sveinn
athugaði orð í samhengi; annar texti hans var í fyrirlestrarstíl (417 orð),
en hinn átti að líkjast samtali (393 orð; sjá Sveinn Bergsveinsson 1941:
44-62). Hann flokkar saman hljóð í ein- tví- og fleirkvæðum orðum,
áhersluatkvæðum jafnt sem áherslulausum. Samanburður við niður-
stöður Stefáns verður því mjög erfiður.
Hið versta er þó, að Sveinn flokkar ekki hljóðin sem raunverulega
koma fram í framburði hans, heldur skipar hann hljóðunum í Laut-
klassen. Það er hugtak komið úr Phonometrie þeirra Zwirner-bræðra
(sjá Zwirner & Zwirner 1936) og táknar eiginlega eins konar millistig
milli hljóðritunar og hljóðungaritunar; „normative Lautschrift“ (Sveinn
Bergsveinsson 1941:44); Sveinn leggur áherslu á, að ekki megi rugla
Lautklassen saman við fónem (1940:97-8). „Die Lautklasse unter-
scheidet sich hauptsáchlich von den anderen aufgestellten (kleinsten)
Sprachnormen, wie dem Phonem, durch viel strengere Anforderungen
an Einheitlichkeit und Einartigkeit“ (1940:97. Um skilgreiningu á
Lautklassen sjá einnig Sveinn Bergsveinsson 1941:36-7.)