Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 31
Eiríkur Rögnvaldsson 29
í íslensku fer þessi Lautklassen-Schrift að mestu leyti saman við staf-
setningu, hvað lokhljóðin varðar. Sem dæmi má nefna 5. orðið í fyrir-
lestrartextanum, sem er oft. Það verður í Lautklassen-Schrift OFT, en
er hljóðritað [ofd]. í 54. orði sama texta, hrcerigraut, er lokhljóðið frá-
blásið [th] í bakstöðu skv. hljóðrituninni; en í Lautklassen-Schrift er
það ófráblásið, T, og flokkað sem slíkt í töflunni. Enn má nefna 59. orð
textans, bókstafsfrœði, þar sem /k/ verður að önghljóðinu [x] skv.
hljóðrituninni, en er eftir sem áður flokkað og mælt sem lokhljóðið K.
Ofan á þetta bætist að Sveinn flokkar saman aðblásin og fráblásin
hljóð, og greinir samhljóðin hvorki sundur eftir stöðu þeirra í orðinu
(framstöðu, innstöðu eða bakstöðu) né heldur eftir grannhljóðunum
(t. d. hvort á undan fer stutt eða langt sérhljóð).
2.2.2
Niðurstöður Sveins um lengd lokhljóða eru hér í töflu 2.
Tafla 2. Lengd lokhljóða (sbr. Sveinn Bergsveinsson 1941:122).5
„Laut- Texti I mismunur fjöldi Texti II mismunur fjöldi
klasse“ lengd lægsta-hæsta dæma lengd lægsta-hæsta dæma
‘P 21.50 1 13.70 (10.5-16.5) 5
‘T&T‘ 11.57 (8.5-20.5) 30 13.22 (4.5-23.5) 25
‘Kj & Kj‘ 12.34 (9.5-16.5) 19 10.75 (8.5-14.5) 4
‘K&K‘ 12.04 (4.5-24.5) 14 10.92 (7.5-18.5) 19
P 10.17 (8.5-11.5) 3 12.00 (10.5-13.5) 2
T 10.56 (4.5-16.5) 17 10.48 (6.5-17.5) 22
Kj 7.25 (6.5- 8.5) 4 8.80 (4.5-10.5) 10
K 9.33 (4.5-12.5) 12 11.00 (5.5-16.5) 4
B 8.92 (5.5-13.5) 12 8.88 (5.5-11.5) 8
D 8.00 (2.5-13.5) 40 9.45 (4.5-14.5) 20
Gj 9.50 (7.5-12.5) 5 8.02 (5.5-15.5) 8
G 8.25 (3.5-13.5) 24 8.83 (5.5-14.5) 18
Allar tölur eru hér lægri en hjá Stefáni, og er það ekki óeðlilegt, því
að hvert hljóð er að jafnaði töluvert styttra í setningum en í orðum
lesnum sér (sjá t. d. Garnes 1974:9). Auk þess draga áherslulausu
5 Komma á undan lokhljóði (t. d. ’K) táknar aðblástur, en á eftir lokhljóðinu
(K’) táknar hún fráblástur. Texti I er fyrirlestrartextinn, en texti II samtalstextinn.