Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 32
30 Lengd íslenskra samhljóða: Vitoð ér enn — eða hvat?
hljóðin meðaltalið niður (Sveinn Bergsveinsson 1941:117). Sé tekið
tillit til þessa, má segja að hæstu gildin fyrir (fráblásnu/) aðblásnu
hljóðin geti vel samrýmst niðurstöðum Stefáns. Hið sama er varla hægt
að segja um [p,t,c,k] (þ. e. P,T,Kj,K/B,D,Gj,G); en við skoðun á text-
um Sveins kemur í ljós, að í þeim eru nær engin dæmi um önnur lok-
hljóð en þau aðblásnu á eftir stuttu áherslusérhljóði. Það er því raunar
útilokað að draga nokkrar ályktanir um mun stuttra og langra lokhljóða
af mælingum Sveins.
2.3 Mœlingar Söru Garnes
2.3.1
Næstu 30 árin var lítið um að mælitæki væru notuð við rannsóknir
íslenskra málhljóða; en Magnús Pétursson hóf rannsóknir sínar í Stras-
bourg 1967. Hér þykir þó hentara að fjalla fyrst um rannsóknir banda-
rísku konunnar Söru Garnes á árunum 1972-4.
Efniviður Söru var 250 orð, flest ein- eða tvíkvæð, en einnig nokkur
fleirkvæð (sjá orðalista í Garnes 1974:405-410). Orðin voru bæði lesin
ein sér, og einnig öll í sama ramma: „Ég segi orðið-----núna“ (eða
„... tvisvar“ ef athugunarorðið endaði á nefhljóði, Games 1974:48).
Hljóðhafar voru 6 háskólastúdentar, allir úr Reykjavík (Games 1974:
49). Hljóðin voru mæld eftir mingógrömmum (sjá um þau Hadding &
Petersson 1970:93-6), og hljóðrófsrit höfð til hliðsjónar þar sem þurfa
þótti (Garnes 1974:49). Til lokhljóðanna telur Sara aðeins þann tíma
þar sem engin hreyfing sést á mingógrömmunum: „Medial and final
plosives were segmented at the beginning and end of a zero line which
represents the lack of energy during voiceless plosives. [. ..] The final
portion of a vowel is also occasionally accompanied by less regular
oscillations. Before plosives and fricatives this less regular portion was
included in the vowel duration" (1974:420-1).
2.3.2
Niðurstöður Söm varðandi lengd innstæðra samhljóða í einstökum
orðum eru í stuttu máli þær, að „The difference of the duration of the
post-vocalic consonants is never as great as 1:2, but rather 3:5 for
plosives and 4:5 for fricatives“ (1974:9). í /1/ er munur stuttra og
langra hljóða þó 1:2, í nefhljóðunum 3:5; og stutt /r/ er talsvert minna
en helmingur af lengd þess langa (Games 1974:99).
í setningum styttast orðin nokkuð. Athyglisvert er, að þótt löngu