Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 33
Eiríkur Rögnvaldsson 31
lokhljóðin styttist, verða þau samt stærri hluti en áður af heildarlengd
orðanna; þ. e. önnur hljóð í orðunum styttast hlutfallslega meira. Stuttu
lokhljóðin styttast hins vegar hlutfallslega miðað við heildarlengd orð-
anna. í orðum í setningaramma má finna dæmi þess að hlutfallið milli
stuttra og langra lokhljóða sé 3:8 (Games 1974:160-4). Langt /r/ í inn-
stöðu styttist hins vegar mjög mikið í setningu, um 10 cs (að vísu er
bara eitt dæmi um það, Garnes 1974:181). Það nær þó enn tvöfaldri
lengd stutta hljóðsins.
2.4 Mœlingar Magnúsar Péturssonar
2.4.1
Niðurstöður lengdarmælinga Magnúsar Péturssonar hafa víða birst
1 bókum og tímaritum. Hér styðst ég einkum við grein frá 1974 (Magnús
Pétursson 1974b), en hef hliðsjón af ýmsum öðram (Magnús Pétursson
1974a, 1976c, 1978d; Oresnik & Pétursson 1977). í öllum þessum ritum
virðist vera unnið úr sama efnivið (80 setningum og 318 orðum; en
eitthvað er misjafnt, hvað af þessu er notað í hvert skipti). Hljóðhafarnir
voru tveir Norðlendingar og fimm Sunnlendingar.
Magnús virðist draga mörk milli hljóða eitthvað öðruvísi en Sara
Garnes: „Nous avons compté comme début de voyelle le moment ou
les formants F1 et F2 deviennent clairement visibles, la fin de la voyelle
etant marquée par la fin de F2, méme si F1 continue aprés cette limite“
(1974a:27). Þótt ekki sé gott að bera þetta saman við skiptingu Söru,
sem nefnd er hér á undan (Games 1974:420-1), þar sem hún er þar að
tala um mingógrömm, en Magnús hér um hljóðrófsrit, virðist ljóst að
hluta þess tíma sem hún telur til sérhljóðalengdar telji Magnús til sam-
hljóðanna. Skiptingu Magnúsar milli sérhljóðs og eftirfarandi samhljóðs
svipar því meir til greiningar Stefáns Einarssonar, nema hvað Magnús
oiælir alltaf aðblásturinn sérstaklega. Annars virðast mælingar Magnús-
ar að miklu leyti byggjast á mingógrömmum (Magnús Pétursson 1974b:
27).
2.4.2
Samanburður langra og stuttra samhljóða í innstöðu er byggður á
texta C, sem inniheldur einstök orð (Magnús Pétursson 1974a: 10-13).
Niðurstöður þeirra mælinga koma fram í töflu 3. Sums staðar (t. d.
1974a:333, 1976c:54) eru tölur Magnúsar dálítið frábrugðnar þessum;
en munurinn er varla svo mikill að máli skipti fyrir heildina.