Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 35
33
Lengd íslenskra samhljóða: Vitoð ér enn — eða hvat?
Á grundvelli þessara mælinga hefur Magnús staðhæft hvað eftir
annað, að löng samhljóð séu ekki til í sunnlensku (nema /r/; Magnús
Pétursson 1974a:330, 1974b:49, 1976a:48, 1978d:82, o. v.). Lengd sé
því mállýskubundin í íslensku, en það hafi engum komið í hug fyrr
(Magnús Pétursson 1978d:83).
2.4.3
Nýlega hefur Magnús hins vegar gert aðra rannsókn (1978a), sem
byggist á öðrum efnivið og hljóðhöfum. Þar var um að ræða 276 hljóða-
sambönd, öll af gerðunum /V:CV/ og /VC:V/, þar sem samhljóðið
var lokhljóð. Mörg þessara sambanda eru til sem íslensk orð, en önnur
ekki. Stutta lokhljóðið var skrifað p t k, en það langa bh dd gg, og
hljóðhöfunum, sem voru fjórir Sunnlendingar, sagt að bera hljóðasam-
böndin fram eins og um væri að ræða íslensk orð (Magnús Pétursson
1978a:175). Tafla 4 sýnir útkomuna úr þessum mælingum.
Tafla 4. Lengd lokhljóða í innstöðu (sbr. M. Pétursson 1978a:179)
stutt löng
p 15.1 23.1
t 15.4 23.2
k 14.1 22.4
Meðaltal 14.9 22.9
Niðurstöður þessarar rannsóknar eru því allt aðrar en hinnar fyrri;
hér reyndist hlutfallið milli stuttra og langra lokhljóða tæplega 2:3 að
meðaltali, og hjá öllum hljóðhöfunum kom fram verulegur munur
stuttra og langra hljóða á öllum myndunarstöðum (varð minnstur 5.7
cs). Það er því ekki of djúpt tekið í árinni hjá Magnúsi, að „Ce résultat
ne confirme donc pas entiérement le premier résultat auquel nous étions
arrivé .. « (1978a:179).
2.4.4
Því má bæta við, að önnur nýleg rannsókn Magnúsar (1979) gefur til
kynna að talsverður munur geti verið á stuttum og löngum lokhljóðum
í bakstöðu fyrri liðar samsetts orðs, enda þótt síðari liður hefjist á sam-
hljóði. í slíkum orðum hafði Magnús haldið fram, að eingöngu væri
munur á lengd sérhljóðsins (1976a:47). En í samanburði hans (1979:79)
tslenskt mál II 3