Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Side 36
34
Eiríkur Rögnvaldsson
á orðunum gatskafa [ka:t-] og gaddskafa [kat:-] er munur [a] og [a:]
3.7 cs (8.1:11.8), en á [t] og [t:] munar 3.1 cs (5.0:8.1), þ. e. munurinn
er yfir skynjunarmörkum. Hlutfallslega er því meiri mimur á stuttu
hljóði og löngu í samhljóðunum en sérhljóðunum.
Varnaðarorð Magnúsar að slíkum niðurstöðum fengnum, „qu’il faut
étre prudent dans l’interprétation de la quantité de l’islandais modeme
. ..“ (1978a:179), era því sannarlega í tíma töluð.
2.5 Samanburður fyrri mælinga og heildarniðurstöður þeirra
2.5.1
Það er ekki auðvelt að bera saman niðurstöður þeirra hljóðmælinga
sem fjallað er um hér að framan. Kemur þar margt til: ólík tækni, mis-
munandi aðferðir, ýmiss konar efniviður, ólíkir hljóðhafar, mismunandi
skipting milli hljóða o. fl.
í íslenskum hljóðfræðibókum hefur því yfirleitt verið slegið föstu
umræðulaust, að (tvírituð) samhljóð væru löng á eftir stuttu sérhljóði í
áhersluatkvæði og undan öðru sérhljóði (sjá t. d. Bjöm Guðfinnsson
1946:68; Ámi Böðvarsson 1975:93-4). Ég hef ekki séð þessu mótmælt
beint nema í ritum Magnúsar Péturssonar, sem bætir við að „... nos
résultats sont en accord avec ceux de Bergsveinsson et de Garnes, ce
qui n’est pas sans importance“ (1978d:79).
Ég fæ ekki séð að þetta standist. Sveinn Bergsveinsson segir að vísu:
„Soweit diese Angaben einen Schluss zulassen, ist der Dauerunterschied
zwischen einfachen und geminierten Konsonanten, wie úberhaupt
zwischen dehnbaren und undehnbaren Konsonanten minimal, auch
wenn jene intervokalisch stehen“ (1941:116). Rétt áður er Sveinn þó
búinn að viðurkenna, að dæmin um langa (geminierten) samhljóða séu
of fá „um zu statistischer Úbersicht zu gelangen“ (s. st.). Ég fann t. d.
aðeins þrjú dæmi um löng lokhljóð milli sérhljóða í textum Sveins, öll
í áherslulitlum atkvæðum; og sárafá dæmi era um löng önghljóð og
sónanta, og nær engin í áhersluatkvæðum.
Vegna þess hvernig Sveinn flokkar hljóðin í Lautklassen er líka mjög
hæpið að bera niðurstöður hans saman við mælingar annarra. Það er
þó eftirtektarvert, að rödduðu nefhljóðin [m,n], svo og [s], geta orðið
býsna löng, þótt meðaltalið sé lágt ([s] verður mest 25.5 cs, [m] og [n]
17.5 cs; Sveinn Bergsveinsson 1941:122-3); en þetta eru einmitt allt
hljóð, sem geta staðið á eftir stuttu áherslusérhljóði og undan öðru