Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Side 37
35
Lengd íslenskra samhljóða: Vitoð ér enn — eða hvat?
sérhljóði. Önnur afbrigði nefhljóðanna (þ. e. þau sem ekki geta staðið
milli sérhljóða) komast hins vegar aldrei upp fyrir 11.5 cs. Hið sama
gildir um /r/; raddaða afbrigðið kemst mest í 12.5 cs, en það óraddaða
i 8.5 cs (Sveinn Bergsveinsson 1941:123). Á hinn bóginn er meðallengd
rödduðu sónantanna alltaf minni en hinna órödduðu, enda löngu rödd-
uðu hljóðin mjög fá.
Niðurstaða mín verður því sú, eins og áður er sagt, að af mælingum
Sveins Bergsveinssonar sé enga ályktun hægt að draga um mun stuttra
°g langra samhljóða í innstöðu. A. m. k. er ómögulegt að fullyrða að
sá munur sé lítill sem enginn; ef eitthvað er, benda mælingar Sveins
fremur til þess að lengdarmunurinn geti orðið talsverður.
2.5.2
Enn ákveðnari eru fullyrðingar Magnúsar um niðurstöður Söru
Garnes: „Sie hat bewiesen, dass das Súdislándische nur Vokalquantitát
besitzt“ (1978c:7) segir hann á einum stað, og enn fremur, í ritdómi um
doktorsritgerð Games (1974): „í stuttu máli sagt þá kemur í ljós, að
samhljóðalengd er ekki til í linmælisframburði“ (1977b:214).
Hér fer Magnús með staðlausa stafi, að því er ég best fæ séð. Eins
°g áður er sagt, er hlutfall stuttra og langra lokhljóða í mælingum Söm
u- þ. b. 3:5, og svipaður eða meiri munur er á löngum og stuttum són-
öntum. Að vísu segir Sara, að hlutfallið milli stuttra og langra önghljóða
sé 4:5 (Garnes 1974:9). Hún birtir fjögur dæmi um pör með /s/:/s:/,
°g tvö með /f(v)/:/f:/ (Garnes 1974:165-9). Við þessi pör er það að
athuga, að í fjórum þeirra er önghljóðið í bakstöðu; en þar gilda varla
alveg sömu reglur og milli sérhljóða. Ef til vill er þar um að ræða svipað
fyrirbrigði og það að öll lokhljóð verða fráblásin í bakstöðu, en það
skýrir Magnús Pétursson svo: „Pour nous il ne s’agit pas d’aspiration,
mais de l’égalisation de la pression intrabuccale avec la pression exté-
rieure á la fin d’un énoncé“ (1974a:362). Ef það sama er á ferðinni í
önghljóðunum, myndi þessi þrýstingsjöfnun væntanlega verða mæld
með önghljóðinu, því að ekki yrði hægt að skilja þar á milli á hljóð-
rófsritunum. Hlutfallslega myndi þá munur stuttra og langra önghljóða
minnka. Til þessa gæti það bent, að í setningu er munur stuttra og
langra önghljóða hlutfallslega meiri, eða 2:3. í parinu masœ.massa, þar
sem önghljóðið er í innstöðu, er hlutfall stutta hljóðsins hins vegar um
2:3 þegar orðin eru mæld ein sér, og breytist fremur lítið (í um 3:5) í