Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Side 38
36
Eiríkur Rögnvaldsson
setningu (Games 1974:167). Greinilegastur verður munurinn á einstök-
um orðum og orðum í setningu þegar borið er saman orð með stuttu
önghljóði í bakstöðu (kaf) og löngu önghljóði milli sérhljóða (kaffi).
Þegar orðin era lesin ein sér er „stutta“ hljóðið 4.4 cs lengra en það
„langa“; en í setningu snýst þetta við, og langa hljóðið verður 4.2 cs
lengra en hitt (Garnes 1974:169). Mér virðist þetta benda ótvírætt til,
að ekki megi bera lengd önghljóða í bakstöðu athugasemdalaust saman
við lengd þeirra milli sérhljóða.
Ég þykist því hafa sýnt fram á, að mælingar Söru Games leyfi ekki,
frekar en mælingar Sveins Bergsveinssonar, þá álylctun að samhljóða-
lengd sé „ekki til“ í sunnlensku. Mér er alveg óskiljanlegt, hvemig
Magnús Pétursson getur staðhæft að í rannsóknum Söru komi fram að
„Samhljóðin í innstöðu í orðunum kaka og kagga era næstum af sömu
lengd . . .“ (1977b:214). Samkvæmt mælingum Söru var lokunin í kaka
13 cs í orðinu stöku, en 7.5 cs í setningu; í kagga var lokunin 24 cs í
orðinu stöku, en 20 cs í setningu. Hlutfallið milli stutta og langa lok-
hljóðsins í setningu var því 3:8, og sama gildir um parið vakawaggal
(Garnes 1974:160, 164).
2.5.3
Hitt stendur auðvitað eftir, að fyrri mælingar Magnúsar sjálfs (1974b:
38-40, sjá einnig töflu 3 hér að framan) sýna lítinn mun langra og
stuttra samhljóða (nema /r/) í innstöðu í sunnlensku. Ég veit ekki af
hverju þessi munur á niðurstöðum Magnúsar og annarra hljóðfræðinga
getur stafað. Hluti texta C, sem Magnús virðist byggja niðurstöður sínar
á, eru raðir með þrem orðum hver (Magnús Pétursson 1974a: 10-13),
þar sem í fyrsta orðinu er stutt, öðru aðblásið og því þriðja langt lok-
hljóð (t. d. mœta — mœtti — mæddi; vaka — vakka — vagga). Yfir-
skrift þessa texta er „mots isolés“, en uppsetningin gæti bent til þess,
að hver þriggja orða röð hefði verið lesin fyrir sig. Ef það er rétt, koma
orðin með löngu samhljóðunum í lok segðarinnar, og gæti það e. t. v.
valdið því að þau orð yrðu áhersluminni og styttust meira en orðin með
stuttu samhljóðunum. En þá ætti að vísu hið sama að gilda í framburði
Norðlendinganna, svo að þessi tilgáta dugar varla til skýringar.
Síðari rannsóknir Magnúsar (1978a) samræmast á hinn bóginn niður-
stöðum Stefáns Einarssonar (1927) og Söru Garnes (1974) hvað hlut-
föll milli stuttra og langra lokhljóða varðar (þótt tölur Stefáns séu