Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Side 41
39
Lengd íslenskra samhljóða: Vitoð ér enn — eða hvat?
3.2 Greining og túlkun hljóðrófsritanna
3.2.1
Greining hljóðrófsrita og túlkun þeirra er mesta vandaverk, jafnvel
fyrir vana vísindamenn; Fant segist aldrei hafa hitt „one single speech
researcher who has claimed he could read speech spectrograms fluently
• •(Fant 1962:4 nm.). Það eru einkum ýmis sammyndunarfyrirbæri,
sem oft gera „reading spectrograms more an art than a pure science“
(Ladefoged 1975:173). Á þessu sviði er ég hvorki vísinda- né lista-
maður, svo að ráðlegt mun að taka niðurstöðum mínum með nokkurri
varúð. Ég hef reynt að draga mörk milli hljóða svipað og Magnús
Pétursson gerir (1974a:27, sjá 2.4.1 hér á undan), þ. e. ég dreg mörk
milli sérhljóðs og eftirfarandi samhljóðs þar sem formendur sérhljóðsins
byrja að verða óreglulegir. Endimörk lokunarinnar dreg ég þar sem
órói kemur fyrst fram á hljóðrófsritunum; og tímann þaðan þar til
formendur eftirfarandi sérhljóðs (eða annars raddaðs hljóðs) eru orðnir
reglulegir, mæli ég sérstaklega og flokka eftir atvikum sem fráblástur
eða opnun. Mörk aðblásturs og eftirfarandi lokhljóðs dreg ég ekki fyrr
en allur órói er horfinn af hljóðrófsritinu. Annars hef ég lagt aðal-
áherslu á að vera sjálfum mér samkvæmur í þessari skiptingu, en hirt
minna um það hvort hún félli alveg saman við skiptingu annarra; enda
kemur hér alltaf til persónulegt mat, eins og áður er sagt.
3.2.2
Á mörgum hljóðrófsritanna kemur fram einhver órói talsvert fram
eftir því bili, sem ég tel þó til lokunar skv. 3.2.1; á sumum nær allan
lokunartímann. Þessi órói er yfirleitt á bilinu 800-2000 Hz, og fylgir
formendum undanfarandi sérhljóðs. Hann kemur einkum (en þó ekki
eingöngu) fram í löngu fram- og uppgómhljóðunum [c:] og [k:], og nær
eingöngu hjá norðanmönnum.
Eina lýsingin sem ég hef fundið á svipuðu fyrirbæri er hjá Stefáni
Einarssyni, sem segir: „Bei den Labialen ist die Implosion sehr kurz
und steil, weniger steil ist sie bei den Dentalen, und nur allmahlich senkt
sich die Kurve zur Ruhelinie herab bei den Palatalen und Velaren“
(1927:25). Þarna er að vísu um að ræða kymogrömm, en ekki hljóð-
rófsrit, en þó finnst mér ekki ólíklegt, að þarna sé á ferðum sama fyrir-
bærið og fram kemur á hljóðrófsritunum. Ef það er ekki tilviljun að
það kemur varla fram hjá Sunnlendingunum, gæti þar verið komin