Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 42
40 Eiríkur Rögnvaldsson
ástæða þess að aðrir sem fengist hafa við lengdarmælingar minnast ekki
á það; flestir aðrir hljóðhafar en Stefán hafa verið sunnlenskir.
En hvað er þarna á ferðinni? Þessi hljóð eru a. m. k. ekki rödduð að
einhverju leyti, því að dökka bandið („voice bar“) neðst á hljóðrófs-
ritinu vantar, en það er megineinkenni raddaðra lokhljóða. Stefán
Einarsson hefur heldur ekki trú á að þetta sé einhvers konar öng-
hljóðun: „Die Ursache muss vielmehr darin gesehen werden, dass die
Zungenmasse wáhrend der Occlusion sich bei zunehmender Muskel-
spannung erhebt und dadurch die Luft vertreibt, die vor dem Verschluss
sich im Munde befindet“ (1927:25). Höskuldur Þráinsson hefur hins
vegar tjáð mér að hann hafi sýnt Dennis Klatt (kennara við M.I.T. í
Bandaríkjunum) hljóðrófsrit af þessu tagi og hann hafi talið líklegast
að þau sýndu að þarna væri um að ræða ófullkomna lokun í munni
(þ. e. vott af önghljóðun) eða þá hugsanlega seinkun á fullkominni
munnlokun miðað við opnun raddglufunnar. Taldi Klatt að svipuð
fyrirbæri kæmu t. d. fyrir í spænsku. En hvemig sem þessu er háttað,
verð ég að viðurkenna að ég gat engan mun heyrt á spólunum. Hugsan-
legt er að upptakan valdi þama einhverju um, því að framburður þeirra
Norðlendinga (nr. 7-11), sem mest ber á þessu hjá, mun hafa verið
tekinn upp í annað skipti en framburður hinna. (Hann var tekinn upp
í húsakynnum Ríkisútvarpsins undir umsjá Hreins Benediktssonar (fyrir
Höskuld Þráinsson), en hinar upptökumar vom gerðar í húsakynnum
málrannsóknastofu M.I.T. í Bandaríkjunum.) Þetta er þó aðeins tilgáta,
sem ekki verður studd neinum rökum, en vert væri að athuga þetta
fyrirbrigði nánar.
3.3 Niðurstöður mœlinga
3.3.1
Ég skipti lokhljóðunum í þrjá meginflokka; stutt (þ. e. hljóð á eftir
löngu sérhljóði, flokkar i-iii), löng (þ. e. hljóð á eftir stuttu sérhljóði,
flokkar iv-vii), og aðblásin (þ. e. hljóð á eftir stuttu sérhljóði + [h],
flokkar viii-xi). Hverjum flokki er síðan skipt í undirflokka eftir því
hvað fer á eftir lokhljóðinu. Öll mældu hljóðin standa í áhersluatkvæði.
Helstu niðurstöður mælinganna em hér í töflum 6 og 7. Tafla 6 sýnir
lengd lokhljóða (og aðblásturs) hjá Norðlendingunum sjö, en tafla 7 á
við Reykvíkingana fjóra. Ég sleppi lengd fráblásturs og opnunar. Frá-