Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 45
43
Lengd íslenskra samhljóða: Vitoð ér enn — eða hvat?
skýringin á því er ef til vill m. a. sú, að tvíkvæð orð hneigjast til að hafa
sömu lengd (sbr. Games 1974:388) og því líklegt að fráblásturinn skeri
af lengd annarra sneiða í orðinu. Annars era dæmin úr þessum flokkum
aðeins 10 samtals úr sunnlensku, og því ekki mikið á þeim að byggja.
Ekki er ýkja mikill munur á lengd lokhljóða á eftir stuttu sérhljóði,
hvort sem þau standa á undan öðru sérhljóði eða í bakstöðu. Hins vegar
er lokhljóðið talsvert styttra ef samhljóð fer á eftir því. Þeim lokhljóð-
um skipti ég í tvo flokka. Dæmin eru mjög fá; en ekki kemur fram neinn
lengdarmunur eftir því hvort um er að ræða baklægt langt lokhljóð
(saddra, glöggva; vi. flokkur) eða hljóð sem hugsanlegt er að gera ráð
fyrir að lengist á undan /l,n/ (ejli, ragna; vii. flokkur; sbr. Höskuldur
Þráinsson 1978:30-1).
Aðblásnu hljóðin hafa að meðaltali nær alveg sömu lengd á undan
serhljóði í norðlensku og þau stuttu. í sunnlensku vora aðblásnu hljóðin
nokkru styttri en þau stuttu, og er það sama útkoma og Magnús Péturs-
son fékk (sjá töflu 3). í bakstöðu era aðblásin hljóð aftur á móti dálítið
lengri en stutt hljóð í bakstöðu, bæði í sunnlensku og norðlensku. Tals-
vert meira munar þó í norðlensku, og gæti það stafað af því, að þar er
um að ræða ófráblásin hljóð gegn fráblásnum, sem virðast að jafnaði
styttri; en í sunnlensku era hljóðin yfirleitt ófráblásin í báðum tilvikum
(þótt einn Sunnlendinganna hafi raunar stundum fráblástur í innstöðu).
Ég skipti aðblásnu hljóðunum á undan samhljóði í tvennt; annars
vegar lokhljóð á undan /v,r/, þar sem væntanlega má gera ráð fyrir
baklægu löngu (tvöföldu) lokhljóði (t. d. settra, slökkva; x. flokkur);
hins vegar lokhljóð á undan /1, n/ (t. d. epli, rakna; xi. flokkur); en
þar bendir ýmislegt til að gera verði ráð fyrir lengingu lokhljóðsins til
að aðblástursregla geti virkað (Höskuldur Þráinsson 1978:29). Sáralítill
lengdarmunur kom fram milli þessara flokka, og kemur það alveg heim
við niðurstöður Höskuldar Þráinssonar (1978:30). í þessum flokkum
kemur enn fram, að lokhljóð er styttra á undan öðra samhljóði en á
undan sérhljóði.
Stutt /r/ mældist að meðaltali 6 cs í norðlensku, en 3 cs í sunnlensku;
langa hljóðið mældist 14.8 cs í norðlensku, en 10.5 cs í sunnlensku.
Dæmin vora hins vegar afar fá, eða aðeins 6 um hvort afbrigði, frá
einum Sunnlendingi og tveimur Norðlendingum, þannig að engar álykt-
anir er hægt að draga af því þótt þama muni talsverðu á sunnlensku og
norðlensku.