Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 47
Lengd íslenskra samhljóða: Vitoð ér enn — eða hvat? 45
sjaldnast meiri en stundum kemur fram milli mismunandi úrvinnslu
Magnúsar sjálfs á efnivið úr fyrri rannsókn hans (sbr. t. d. Magnús
Pétursson 1974b:38-9 og 1976c:54). Lítið er að marka það þótt nokkru
muni sums staðar á lengd einstakra hljóða, vegna þess hve ég hef fá
dæmi um sum hljóðin. Sé litið á meðaltölin má sjá, að munurinn er
víðast hvar um eða innan við 2 cs. Frá þessu eru þó tvær veigamiklar
undantekningar, hvað varðar fyrri rannsókn Magnúsar.
Aðalmunur niðurstaðna okkar felst í því, að löng lokhljóð, þ. e. lok-
hljóð á eftir áherslusérhljóði og undan öðru sérhljóði, mælast að meðal-
tali 6.3 cs lengri í sunnlensku hjá mér en Magnúsi. Ég hef að vísu
akaflega fá dæmi, aðeins 5; og önnur 5 um langt lokhljóð í bakstöðu.
En ég finn engan lengdarmun á þessum hljóðum í innstöðu milli norð-
lensku og sunnlensku; og í bakstöðu er meðaltal löngu hljóðanna
a. s. hærra í sunnlensku. Varðandi þetta atriði koma niðurstöður
semni rannsóknar Magnúsar hins vegar vel heim við mælingar mínar.
bá ber okkur Magnúsi ekki saman um lengd aðblástursins; hann
niælist að meðaltali 4.5 cs styttri í norðlensku hjá mér en hjá Magnúsi.
Eessi munur getur varla stafað af ólíkri skiptingu milli aðblásturs og
lokhljóðs, því að lokhljóðið mælist mér líka styttra sem nemur 2.2 cs.
I annarri grein Magnúsar (1976c:54) telur hann aðblásturinn af svipaðri
lengd og mér mælist hann vera, eða 10.5 cs að meðaltali; en þar er
meðallengd eftirfarandi lokhljóðs 17.8 cs, eða nær 6 cs meiri en hjá
mer. Heildarlengd aðblásturs + lokunar er því svipuð í þessum tveim
mælingum Magnúsar, en skil milli hljóða virðast dregin á mismunandi
stöðum. í síðarnefndu greininni (1976c:54) er bæði lengd aðblásturs og
lokunar mjög svipuð og hjá Stefáni Einarssyni (1927:58).
3.4.4
Samanburður við niðurstöður Söru Garnes (1974) sýnir að lok-
hljóðin mælast yfirleitt nokkru styttri hjá henni en mér; þó eru löng
samhljóð milli sérhljóða álíka löng hjá henni og mér. Eins og áður segir
notar Sara sama setningaramma og ég, og stöku orð eru hin sömu hjá
okkur. Hugsanlegt er því, að mismunur niðurstaðna okkar stafi aðallega
af ólíkri skiptingu milli hljóða (sbr. tilvitnun í Garnes 1974:420-1 hér
að framan). Þetta væri hægt að athuga með því að mæla lengd aðliggj-
andi sérhljóða og opnunar á hljóðrófsritum mínum og bera saman við