Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 50
48
Eiríkur Rögnvaldsson
bb dd gg séu baklæg löng (tvöföld) samhljóð, sem styttist í hljóðfræSi-
legri yfirborðsgerð (samkvæmt einhvers konar „detail rules“), vegna
þess að lengdin er þama umfröm. Lengd sérhljóðsins virðist ráða
skynjuninni (Games 1974; Jörgen Pind 1979), og því þjónar lengdar-
munur eftirfarandi samhljóða ekki aðgreinandi tilgangi, en aukin lengd
þeirra krefst dýrmætrar orku í framburði; og við slíkar aðstæður myndi
a. m. k. Martinet telja styttingu eðlilega (sjá t. d. Martinet 1970: 138
o. áfr.). Þannig má sunnlenska víst kallast „þróaðra“ mál en norðlenska
í skilningi Martinets, því að hún eyðir ekki óþarfa orku í fráblástur þar
sem hann hefur ekki aðgreinandi hlutverki að gegna, þ. e. í innstöðu.
Ef til vill er stytting löngu samhljóðanna næsta „spamaðarráðstöfun“
málsins. En ég er ekki sannfærður um að sá orkusparnaður sé kominn
til framkvæmda, nema þá að litlu leyti.
Að lokum má benda á, að þótt Magnús telji sérhljóðalengd „mjög
vel varðveitta“ í sunnlensku, mælast honum stutt sérhljóð að meðaltali
tæp 70% af lengd langra í fyrri rannsókninni (Magnús Pétursson 1974b:
29-35; Oresnik & Pétursson 1977:158). Það er nákvæmlega sama hlut-
fall og er milli stutts og langs [t] í fyrri niðurstöðum hans!
Nú er mál að linni, enda átti hljóðkerfislegt hlutverk og hegðun
lengdarinnar ekki að vera viðfangsefni mitt hér. En það er a. m. k. ljóst,
að um það mál er ekki allt sem sýnist.
4.2 Niðurstöður og lokaorð
4.2.1
Niðurstöður athugunar minnar em því þessar:
(1) Eldri mælingar ýmist sýna mun langra og stuttra samhljóða í ís-
lensku (Stefán Einarsson, Sara Garnes) eða sanna hvorki af né á
þar um (Sveinn Bergsveinsson).
(2) Fyrri rannsóknir Magnúsar Péturssonar sýna lengd samhljóða sem
mállýskubundið atriði; mismunandi lengd kemur mun betur fram
í norðlensku en sunnlensku. Síðari rannsókn hans sýnir aftur á móti
talsverðan (2:3) mun stuttra og langra lokhljóða í sunnlensku.
(3) Ekki er hægt að segja hvað veldur því að fyrri niðurstöður Magn-
úsar em svo frábmgðnar niðurstöðum annarra, sem og síðari mæl-
ingum hans sjálfs.
(4) Mælingar mínar samræmast að mestu leyti niðurstöðum Stefáns
Einarssonar og Söm Garnes, hvað hlutföll milli stuttra og langra