Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 56
54
Höskuldur Þráinsson
stað (Höskuldur Þráinsson 1979b:4-7) og mun ekki endurtaka þær
athugasemdir hér. Ég vil þó leyfa mér að minna á að í raun og veru
kunna allir íslenskumælandi menn að „greina orð í orðflokka" í þeim
skilningi að þeir nota sagnir sem sagnir en ekki sem nafnorð, þeir nota
nafnorð sem nafnorð en ekki sem lýsingarorð, og þeir vita hvaða orð
eru notuð sem tilvísunarorð í íslensku og hvemig þau era notuð. í
framhaldi af þessu verður svo ekki hjá því komist að ræða lítillega
hvað liggur að baki hefðbundinnar orðflokkagreiningar og á hvem hátt
sú greining lýsir því sem málnotendur „vita“ (þ. e. kunna ómeðvitað)
um orðin í móðurmáli sínu.1
1.1
1.1.1
Eins og flestir vita er oft miðað við merkingu fyrst og fremst í hefð-
bundinni flokkun orða. Lítum t. d. á eftirfarandi tilvitnanir í nokkrar
íslenskar kennslubækur:
(4) Nafnorð (substantivum) er það orð, sem er nafn á einhverju,
svo sem manni, dýri, hlut .. . (Halldór Briem 1910:3)2
(5) Lýsingarorð lýsa lifandi veram, hlutum eða fyrirbrigðum .. .
(Bjöm Guðfinnsson 1958:14)
(6) Hvernig eigum við að þekkja sögn eða sagnorð? Geram okkur
fyrst ljóst, að sögnin lýsir einhverju sem gerist eða segir til um
ástand einhvers. (Gunnar Finnbogason 1976:98)
(7) Svo sem nafnið bendir til era nafnorð nöfn eða heiti einhvers,
t. d. lifandi vera, hlutar, verknaðar, tilfinningar, o. s. frv. (Skúli
Benediktsson 1979:12)
Eins og við munum sjá síðar, láta þeir höfundar sem hér var vitnað til
yfirleitt ekki nægja að gefa merkingarlegar skilgreiningar (eða leiðbein-
ingar) af þessu tagi. Það er líka vert að leggja áherslu á að tilraunir til
að afmarka orðflokka merkingarlega era alls ekkert séríslenskt fyrir-
brigði. Skilgreiningar á borð við þær sem hér voru nefnd dæmi um
eiga í meginatriðum rót sína að rekja til fornra latneskra og grískra
1 Það má kannski skjóta því inn hér að nokkrar umræður urðu um grundvöll
orðflokkagreiningar á fundi í íslenska málfræðifélaginu í apríl sl. Menn mega
líta á þennan kafla sem framhald þeirrar umræðu ef þeir vilja.
2 Hér og í öðrum svipuðum tilvitnunum er yfirleitt sleppt leturbreytingum höf-
unda. Annars eru tilvitnanir yfirleitt stafréttar, nema hvað ekki var hirt um að
greina alls staðar á milli æ og œ.