Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 60
58
Höskuldur Þráinsson
veilur í merkingarlegum skilgreiningum, eins og þegar hefur verið
nefnt. Við skulum þó ekki gleyma því að þegar við bendum á beyg-
ingarleg einkenni orða erum við ekki eingöngu að hugsa um formið á
endingunni -aði t. d. heldur einnig samsvörun formlegra tilbrigða og
merkingarlegra (tilvísun til liðinna atburða t. d.). Og varðandi merk-
ingarlegar skilgreiningar á orðflokkum á borð við þær sem taldar voru
í (4)—(7) hér að framan er vert að hafa hugfast að þótt þær séu ófull-
nægjandi sem fræðilegar skilgreiningar er eigi að síður rétt að flest
nafnorð t. d. hafa þau merkingarlegu einkenni sem þeim eru eignuð í
(4) og (7). Heiti orðflokksins er einmitt dregið af því. Og hér erum
við kannski komin að kjarna málsins: Merking orða „ræður“ því ekki
til hvaða orðflokks þau teljast en meiri hluti orða af tilteknum flokki
hefur gjama ákveðin merkingarleg samkenni, og þessi samkenni (sam-
eiginlegu einkenni) hafa gjama verið notuð til að gefa orðflokkum nöfn
(sjá t. d. Lyons 1968:317-318).4 Formlegu einkennin, þ. e. þau beyg-
ingarlegu og setningarlegu, eru kannski mikilvægari í vissum skilningi,
en þau em auðvitað breytileg frá einu máli til annars að veralegu leyti,
þótt reyndar sé oft fleira sameiginlegt óskyldum málum en ætla mætti.
Við munum sjá nokkur dæmi þess hér á eftir.
1.2
Áður en við ljúkum þessum almenna kafla um orðflokka, er rétt að
líta sem snöggvast á það hvaða einkenni fomöfn era helst sögð hafa
og síðan á nokkrar skilgreiningar svokallaðra tilvísunarfomafna. Við
getum beitt sömu aðferð og áður og litið fyrst á nokkrar íslenskar mál-
fræðibækur:
(21) Fomafn (pronomen) er orð, sem haft er í staðinn fyrir eitthvert
annað orð, t. d. í staðinn fyrir eitthvert nafnorð (Halldór Briem
1910:4)
(22) Fomöfn era fallorð, sem hvorki bæta við sig greini, stigbreytast
né era tölutáknanir (Bjöm Guðfinnsson 1958:15)
(23) Hvað merkir í rauninni orðið fomafn? Það er (oftast) orð,
sem vísar til einhvers, persónu eða hlutar, sem áður hefur verið
4 Þetta gildir þó fyrst og fremst um stóru „opnu“ orðflokkana eins og nafnorð,
sagnir, lýsingarorð og atviksorð — þ. e. orðflokka sem taka greiðlega við nýyrðum
— sbr. t. d. af Trampe & Viberg (1972:108). Nöfn hinna orðflokkanna miðast
kannski stundum frekar við setningarlegt hlutverk, þótt raunar sé oft erfitt að
greina þar á milli setningarlegra og merkingarlegra atriða.