Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 66
64
Höskuldur Þráinsson
í skólum hafa eftirsettar tilvísunarsetningar, en meðal mála sem hafa
undansettar tilvísunarsetningar telur Andrews (1975:44) japönsku,
tyrknesku, kóreönsku, basknesku, kínversku, hottintottamál o. fl.
Raunar mun vera til að mál leyfi bæði fyrirsettar og eftirsettar tilvís-
unarsetningar, en það er víst sjaldgæft.10
2.1.2
Þar sem allar íslenskar tilvísunarsetningar eru eftirsettar og hafa
alltaf verið það að því er best er vitað, er ítarleg umfjöllun um stöðu
tilvísunarsetninga kannski ekki sérlega brýn hér. Athugun á tengingu
tilvísunarsetninga er áhugaverðara efni fyrir okkur. Eins og nefnt var í
(29)2 eru tilvísunarsetningar stundum ótengdar — þ. e. ekkert tengiorð
afmarkar þær. Þetta virðist helst koma fyrir í málum sem hafa fyrir-
settar tilvísunarsetningar (sbr. Schwartz 1971:141-142). í japönsku eru
tilvísunarsetningar t. d. yfirleitt ekki afmarkaðar með neinu tengiorði
(Kuno 1973:234). Auk þessa er svo algengt að fella megi niður einhver
hinna venjulegu tengiorða við sérstakar aðstæður í ýmsum málum.
Þetta er t. d. algengt um that í ensku, som í norsku (sjá t. d. Taraldsen
1978) og var reyndar tíðkað um eitt skeið í forníslensku:* 11
(30)1 The man I saw yesterday had only one eye12
som
2 Mannen ] du ser der borte, má komme fra Sverige
röð er frumlag-andlag-umsögn (SOV-málum) standi tilvísunarsetningar jafnan á
undan höfuðorði, en í málum þar sem orðaröðin er umsögn-frumlag-andlag (VSO-
málum) standi þær á eftir höfuðorðinu. í málum þar sem orðaröðin frumlag-um-
sögn-andlag (SVO) er eðlilegust er víst líka algengast að tilvísunarsetningar fylgi
höfuðorði (Kuno 1974:129 nm.). Kuno reynir að skýra hvernig á þessu stendur,
en okkur nægir hér að taka eftir því að íslenska hegðar sér eins og algengast er um
SVO-mál að þessu leyti.
10 Andrews (1975:56) nefnir nokkur — m. a. munu bæði tyrkneska og hottin-
tottamál leyfa eftirsettar tilvísunarsetningar auk undansettra. Sjá einnig Langacker
1972:149.
11 Reyndar hefur því verið haldið fram að norrænar tilvísunarsetningar hafi
upphaflega verið ótengdar (Lindblad 1943:108 o. áfr.), en sú skoðun mun ekki
njóta almenns fylgis (Haraldur Matthíasson 1959:31 o. áfr.).
12 Hér og annars staðar í þessari grein merkir 0 eyðu eða stað þar sem eitt-
hvað hefur verið fellt niður. Slaufusviginn táknar val.