Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Side 73
Tilvísunarfornöfn ?
71
3 hyggi þér at falsligum spámonnum, hverir til yðar koma í
sauðaklæðum (Nygaard 1966:264)
4 nú vil ek segja yðr einn atburð, af hveim Bretar gerðu eitt
strengleiksljóð24 (s.st.)
í Nýja testamenti Odds og í Guðbrandsbiblíu er líka mikið af dæmum
af þessu tagi og þau finnast raunar enn í ritmáli. Nokkur sýnishorn eru
gefin í (40) og (41):
(40) 1 aull plantan | hueria minn himneskr fader plantar eigi
(Málið:133)
2 sette mannen þangad | huem hann hafde skapad
(Sprache:364-365)
3 þa hier kiemur nu ein Pijka til huerrar eg seige
(Sprache:365)24
4 þa Kuinnu huerrar son hann hafde lifanda giort
(Sprache:365)25
(41) 1 lát þér ei gremjast vid þann mann, hvprs athæfi heppnast
(OH, 19. öld)25
2 og skal velja þann stað á hverjum sízt festir snjó24
(OH, 19. öld)
3 ætla ég að biðja þig einnar bónar, hverri ég helzt vil að þú
játir (OH, 19. öld)
4 drengjunum litlu, hveim eg bið að heilsa (OH, 19. öld, bréf)
5 Kom skeyti að austan, í hverju er beðið um námskeið á Norð-
firði (OH, 20. öld, blað)24
6 Borgin heldur áfram að lýsa upp glugga sína, innan hverra
fara fram áþekk áhættuspil24 (OH, 20. öld, skáldrit)
7 í Netsílík bjó hinn mikli Sorqaq, hvers frægðar ég hafði heyrt
getið (OH, 20. öld, þýtt skáldrit)25
Auk dæma af því tagi sem hér hafa verið sýnd er álíka algengt
framan af öldum að tilvísunarsmáorð eins og er, eð, at (að) fylgi hver,
hvað í tilvísunarsetningum, líkt og sýnt var í dæmunum með sá í (37)
hér að framan:
(42) 1 þetta sama orð var ok upphaf, í hverju ok fyrir hvat er guð
skapaði allan heiminn (Nygaard 1966:264)
25 Takið eftir að hliðstæð notkun sem og er gengur ekki og hefur víst aldrei
gert. Nánar um það í 3.3.