Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Side 75
T ilvísunarfornöfn?
73
lensku, þótt ekki séu alveg öll tilbrigði talin.28 Marga fróðleiksmola um
þetta er líka að finna í doktorsritgerð Haralds Matthíassonar (1959,
t. d. bls. 9-37, 69, 79-85, 155-160). Vert er að vekja sérstaka athygli
á þeim beygjanlegu tilvísunarfomöfnum sem fram komu (sá, hver .. .)
Tilkoma þeirra er oft kennd erlendum áhrifum og svo því að þörf hafi
verið fyrir beygjanleg tilvísunarorð (sjá t.d. Nygaard 1966:263; Heusler
1962:163; Björn K. Þórólfsson 1925:48; Knudsen 1967:74-75, 83;
Haraldur Matthíasson 1959: 160).29 Vert er þó að muna í þessu sam-
bandi eftir höfuðlausum eða frjálsum tilvísunarsetningum, því að þar
em /zv-orð notuð (sbr. Ég geri hvað ég get o. fl. þh.), en ekki er auðvelt
að ráða af handbókum hve gömul þessi setningagerð er í íslensku. Við
komum nánar að sumu af þessu í 3. kafla, einkum mun beygjanlegra
tilvísunarfomafna og óbeygjanlegra tilvísunarsmáorða. Augljóst er að
tilvísunarsetningar sem hefjast á beygjanlegum tilvísunarfomöfnum
hljóta að teljast til 4. gerðar tilvísunarsetninga (sbr. (31)4 hér að
framan). Spumingin er þá hvort aðrar gerðir íslenskra tilvísunarsetn-
inga em líka af þeirri gerð, eins og oft hefur verið haldið fram, eða
hvort þær em fremur af 2. gerð (sbr. (31)2).
2.3 Hvað segja málfrœðingar um þetta?
2.3.0
Eins og rakið var í fyrsta kafla þessarar ritgerðar eru tilvísunarorðin
sem og er yfirleitt kölluð tilvísunarfomöfn í íslenskum kennslubókum.
Orðið fomafn er gamalt í málinu og hefur trúlega verið notað í tengsl-
um við latínukennslu til foma, enda er það augljóslega þýðing á latn-
eska orðinu pronomen. Það kemur t. d. fyrir í Málhljóða- og mál-
skrúðsriti Ólafs Þórðarsonar hvítaskálds, sem er trúlega samið um
miðja 13. öld (með hliðsjón af latneskum fyrirmyndum — sjá formála
Finns Jónssonar fyrir útgáfunni frá 1927). Þar er t. d. þessi skemmti-
lega lýsing á hlutverki fomafna: „Fomafn er sett í stað nafnsins sem
hleytismaðr [þ. e. staðgengill] fyrir meistara ok merkir þrjár persónur,
28 T. d. munu einhver dæmi vera um og og en sem tengiorð tilvísunarsetninga,
en þó aðallega í norsku (Nygaard 1966:262; Lindblad 1943:131-132; Knudsen
1967:73-74).
29 í þessu sambandi má nefna að elstu dæmi um spurnarfornafnsmyndir sem
tilvísunarfornöfn í ensku virðast helst vera í aukaföllum og með forsetningum,
að því er Traugott (1972:155) og Lightfoot (1979:320) telja.